Nýjustu straumar í verkfærum
31.10.2017
Rafmagnsverkfæri sem iðnaðarmenn nota hvað mest hafa þróast hratt í tímans rás. Nemendur sem nú eru í námi í VMA og fara brátt út á vinnumarkaðinn koma til með að nota þessi nýju verkfæri. Á dögunum sýndu fulltrúar frá Sindra/Rönning lengra komnum nemendum og kennurum í byggingadeild það nýjasta í rafmagnsverkfærum frá DeWalt.
Athyglisvert er í þessari þróun að bróðurpartur rafmagnsverkfæra er nú knúinn áfram með rafhlöðum, sem eru mun léttari en áður var, ending þeirra meiri en áður og hleðslutími styttri. Rafmagnssnúrurnar virðast smám saman heyra fortíðinni til. Jafnvel bærilega stórar ramagnssagir eru knúnar áfram af rafmagni frá endurhlaðanlegum rafhlöðum.