Fara í efni

Verkfall félaga í KÍ verður í VMA föstudaginn 21. febrúar

Á miðnætti hefst verkfall kennara og stjórnenda sem eru í Kennarasambandi Íslands. Þar sem samninganefnd Sambands Íslenskra sveitarfélaga hefur óskað eftir fresti til að svara tilboði sáttasemjara, fram að hádegi á morgun, föstudaginn 21. febrúar.  Nemendur mæta ekki í kennslustundir föstudaginn 21. febrúar. 

Verði tillaga sáttasemjara samþykkt á hádegi á morgun verður kennsla samkvæmt stundaskrá á mánudaginn. Ég vil því biðja nemendur að fylgjast vel með fréttum og að sjálfsögðu verða settar inn upplýsingar á heimasíðu VMA. 

Skólinn verður opinn föstudaginn 21. febrúar til kl. 15 eins og venjulega á föstudögum - en engin kennsla. Inngangar að norðan og austan verða opnir en inngangur að vestan er lokaður. Nemendur eru velkomnir í skólann ef þau vilja sinna námi sínu t.d. á bókasafninu. Engar verklegar stofur eru opnar og nemendur hafa ekki heimild til að fara inn í þær. 

Starfsfólk sem ekki er í Kennarasambandi Íslands verður í skólanum eins og venjulega. Skrifstofa skólans er opin á föstudögum frá kl 08:15-13:00. Lokað er í hádeginu milli kl 12:10-12:30. Skrifstofa nemendafélagsins verður opin milli kl. 10 og 12. Bókasafnið er opið frá 8-15.

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk skrifstofu, hægt að senda á netfangið vma@vma.is eða hringja í síma 464-0300.

  • Skólinn verður opinn og nemendur geta komið í húsnæði skólans á virkum dögum milli 8.30 og 15.30. Kennslustofur í B - álmu verða opnar eftir þörfum nemenda.

  • Bókasafnið verður opið eins og venjulega en starfsfólk þar mun ekki fara í verkfall.

  • Verklegar kennslustofur, íþróttasalur og kennslustofur á listnámsbraut verða lokaðar.

  • Mötuneytið í Gryfju verður lokað.

  • Heimavist og mötuneyti heimavistar verður opið.

  • Skrifstofa skólans verður opin og starfsfólk skrifstofu mun ekki fara í verkfall.

  • Skólameistari mun ekki fara í verkfall.

  • FabLab verður opið eins og venjulega.

  • Viðburðastjóri og nemendafélagið mun skipuleggja viðburði komi til verkfalls og skrifstofur þeirra verða opnar.

  • Náms- og starfsráðgjafar, sviðsstjórar, áfangastjóri og aðstoðarskólameistari eru öll í Kennarasambandi Íslands og munu því fara í verkfall.

Sigríður Huld, skólameistari VMA