Fara í efni

Viðbrögð vegna jarðskjálftavár

Jarðskjálftavirkni á Íslandi - Veðurstofa Ísl.
Jarðskjálftavirkni á Íslandi - Veðurstofa Ísl.

Viðbrögð vegna jarðskjálftavár

Í dag lýsti Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Sú hrina sem nú stendur yfir er á nyrðra þverbrotabelti sem liggur norður af Grímsey. Sjaldnast leiða þessar hrinur til stærri skjálfta en möguleikinn er fyrir hendi og þekkt að stærri skjálftar verða á okkar svæði með jöfnu millibili. Því er mikilvægt að fara yfir viðbrögð við jarðskjálfta en á heimasíðu Almannavarna má finna upplýsingar sem vert er að rifja upp.
Skólastjórnendur hveta nemendur, kennara og almenning að fara yfir eftirfarandi atriði af vef Ríkislögreglustjóra - almannavarnadeild:
 

Varnir og viðbúnaður vegna jarðskjálfta
Viðbrögð við jarðskjálfta
Krjúpa - Skýla - Halda
Eftir jarðskjálfta

Eins er mikilvægt að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum frá Almannavörnum og lögreglu. Mikilvægt er að fólk fari ávallt eftir þeim fyrirmælum sem gefin eru af viðbragðaðilum. 

Skólameistari