Framlengdur skráningarfrestur í fjarnám til 16. janúar
Frestur til að skrá sig í fjarnám á vorönn hefur verið framlengdur til 16. janúar nk. og því er ennþá tækifæri fyrir þá sem hafa hug á því að auka þekkingu sína á þægilegan og skemmtilegan hátt að skrá sig. Kennsla fjarkennslunemenda hefst síðan 28. janúar.
Fjarnám er afar góður kostur fyrir marga – bæði unga og þá sem eldri eru. Margir nýta sér þennan kost til þess að ljúka einhverjum tilteknum námsáfanga og má í því sambandi nefna meistaraskólann eða námi til stúdentsprófs. Einnig er alltaf töluvert um að nemendur í dagskóla bæti við sig áföngum í fjarnámi. Sem fyrr verður boðið upp á Meistaraskólann í fjarnámi VMA. Fjarnemum stendur til boða fjölbreytt námsframboð og lætur nærri að hægt sé að velja um 120 námsáfanga núna á vorönn.
Fjarnemendur stunda sitt nám með tölvusamskiptum milli nemenda og kennara sem þýðir að því eru í raun engin takmörk sett hvar nemendur eru staðsettir í heiminum. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag þessara tölvusamskipta milli nemenda og kennara má kynna sér hér
Hver einig í fjarnámi kostar 5000 kr. og innritunargjald er 6000 kr. Umsækjendur eru hvattir til þess að kynna sér endurgreiðslur stéttarfélaga sinna vegna fjarnámsins. Við greiðslu á skólagjöldum vegna fjarnámsins er annað hvort hægt að gefa upp greiðslukortanúmer eða fá sendan greiðsluseðil.
Hér er hægt að sækja um fjarnám á vorönn 2014.
Frekari upplýsingar um fjarnám eru gefnar í síma 464 0300 (skrifstofa VMA) eða 464 0307 (kennslustjóri fjarkennslu VMA). Netfang Ingimars Árnasonar, kennslustjóra fjarkennslu VMA, er ingimar@vma.is.