Heimsmarkmið SÞ í þemaviku
Þessi vika er þemavika í VMA þar sem sjónum verður beint að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og verða nokkrir viðburðir í vikunni sem á einn eða annan hátt tengjast heimsmarkmiðunum. Viðburðir í þemavikunni verða öllum áhugasömum opnir.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru sannarlega víðtæk og má óhikað segja að þau snerti á einn eða annan hátt fólk um allan heim:
- Útrýming fátæktar um allan heim.
- Að útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði.
- Heilsa og vellíðan - að stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan allra.
- Menntun fyrir alla – að tryggja öllum jafnan rétt að góðri menntun og tækifærum til náms.
- Kynjajafnrétti verði tryggt og staða kvenna og ungra stúlkna styrkt.
- Tryggja öllum aðgang að hreinu vatni og góðri hreinlætisaðstöðu.
- Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði.
- Atvinna og hagvöxtur – stuðla að sjálfbærum hagvexti og atvinnutækifærum fyrir alla.
- Nýsköpun og uppbygging – uppbygging traustra innviða, sjálfbærs iðnaðar og hlúð verði að nýsköpun
- Aukinn jöfnuður – unnið verði markvisst að því að minnka ójöfnuð í heiminum.
- Sjálfbærni í samfélögum – gera borgir og íbúðarsvæði fólki aðgengileg, örugg og sjálfbær.
- Ábyrg framleiðsla og neysla – leggja áherslu á að sjálfbæra neyslu og framleiðslu.
- Aðgerðir í loftlagsmálum – bráðaaðgerðir gegn loftlagsbreytingum og áhrifum þeirra.
- Verndun hafsins – stuðla að verndun hafsvæða og sjálfbærrar nýtingar auðlinda þeirra.
- Verndun landsins – vernda og endurheimta vistkerfi á landi og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra.
- Friður og réttlæti – stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla jarðarbúa.
- Samvinna þjóða heims um markmiðin – alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun og ráðast í aðgerðir.
Í fyrramálið, þriðjudag, kl. 08:15 verður kvikmyndasýning í M01 þar sem verður sýnd myndin Climate change the fact, ritstýrð af sir David Attenborough Eftir hádegi, kl. 13:15, verður Jóhanna Bergsdóttir, skólasálfræðingur, með fyrirlestur í M01 um geðheilbrigðismál.
Á miðvikudaginn verður Valgerður Dögg Jónsdóttir kennari með opinn tíma í siðfræði kl. 13.15.
Á fimmtudaginn kl. 13:15 verður Helga Júlíusdóttir, náms- og starfsráðgjafi, með stutta kynningu í B04 á uppfærðri jafnréttisáætlun VMA.