Frestun prófa og próftaka utan auglýst prófstaðar
Frestun prófa
Nemendum sem hafa erfiða próftöflu gefst tækifæri til að fresta einu prófi til sjúkraprófa.
Ekki er þó
hægt að fresta verklegum prófum. Þessi frestun hefur engin áhrif á rétt nemandans
til sjúkraprófa í öðrum greinum, enda séu þá veikindi sönnuð með læknisvottorði.
Kostnaður við þessi aukapróf er kr. 1000- og greiðist við skráningu.
Þeir nemendur sem vilja nota sér þennan rétt þurfa að skrá sig á skrifstofu skólans í
síðasta lagi föstudaginn 28.nóvember
Eftir þann tíma verður ekki tekið við skráningum.
Sjúkrapróf verða þriðjudaginn 16. desember og
miðvikudaginn 17. desember kl. 9.00 og 13:30
Próftaka utan augl. prófstaðar
Áfangastjórar geta leyft nemanda að þreyta próf í öðrum skóla eða skólastofnun,
sendiráðum eða samþykktum stöðum, þó ekki í nærumhverfi skólans. Þessi próf eru tekin
á auglýstum próftíma.
Hver nemandi getur að hámarki sótt um að flytja tvö próf.
Próf sem eru á fyrstu þremur prófdögunum er ekki hægt að taka utan VMA (í heimabyggð).
Kostnaður við próftöku utan auglýst prófstaðar er kr. 2000- á próf og greiðist við afhendingu umsóknar.
Annar kostnaður sem fellur til á próftökustað er ekki innifalinn í þessu gjaldi.
Þeir nemendur sem vilja nota sér þennan rétt þurfa að skrá sig á skrifstofu skólans í síðasta lagi
föstudaginn 28.nóvember
Eftir þann tíma verður ekki tekið við skráningum.
Nemandinn fær sjálfur leyfi til próftöku hjá viðkomandi skóla (stofnun)
Nemandi sem tekur próf í öðrum skóla heldur þeim rétti sínum sem hann hafði í aðal prófi og
hægt að verða við á prófstað. Hann hefur ekki aðgang að kennara og eigi hann rétt á að fá prófið
lesið inn á hljóðskrá er í flestum tilfellum ekki hægt að verða við því.