Kennsla fellur niður mánudaginn 5. október
Það er ljóst að gera þarf breytingar á skólastarfi í VMA í kjölfar breyttra sóttvarnarreglna. Mánudagurinn 5. október verður nýttur til að skipuleggja skólastarfið og verður kennsla felld niður nema hjá nemendum á starfsbraut 3. Nemendur eru hvattir til að fylgjast vel með töluvpósti því mögulega senda kennarar nemendum tölvupósta á morgun. Kennarar sem hafa skipulagt dreifnámstíma á morgun mánudag, hafa heimild til að halda því skipulagi sem lagt var upp með fyrir helgi. Mjög líklega mun allt bóknám verða kennt í fjarnámi a.m.k. út þessa viku, það kemur í ljós þegar nánari útfærsla á sóttvarnarreglum hefur verið birt.
-
Skrifstofa skólans verður opin með óbreyttan opnunartíma.
-
Skólahúsnæðið verður opið eins og venjulega.
-
Bókasafnið verður opið.
-
Námsráðgjafar og sálfræðingur verða með viðveru í skólanum.
-
Heimavistin verður áfram opin.
Við vonumst til að geta haldið úti sem mestu staðnámi en innan þeirra marka sem sóttvarnarreglur setja okkur.
Sem fyrr leggjum við áherslu á persónulegar sóttvarnir og virðum fjarlægðarmörk. Öll óþarfa umferð um skólann er óheimil.
Fylgist vel með og farið varlega hvar sem þið eruð.
- English -
Tomorrow, Monday 5th of Oktober will be no teaching in classes in VMA, unless for students in Starfsbraut 3. Further information will be sent tomorrow afternoon.
Skólameistari