Kosið til nemendaráðs VMA í dag
12.04.2016
Í morgun hófst kjörfundur í kosningum til stjórnar og annarra trúnaðarstarfa í Þórdunu - nemendafélagi VMA. Ágæt var kjörsókn í morgun og er þess vænst að vel ríflega 30% nemenda nýti sinn atkvæðisrétt, en 30% er það lágmark sem þarf til þess að kosningin teljist lögmæt.
Kjörfundur er í MO1 og lýkur kl. 16:15. Þá hefst talning en úrslit verða ekki kunngjörð fyrr en í löngufrímínútum á morgun, miðvikudag.