Nordjobb – Sumarstörf á Norðurlöndunum
Nordjobb – Sumarstörf á Norðurlöndunum
Vilt þú vinna erlendis í sumar?
Nordjobb hjálpar þér að finna sumarstarf og húsnæði í öðru norrænu landi. Alls konar störf eru í boði svo sem í garðyrkju, þjónustu, fiskvinnslu, á hótelum og á veitingastöðum.
Allir eru hvattir til að sækja um, einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að vera á aldrinum 18-30 ára og að hafa viðunandi vald á dönsku, sænsku eða norsku.
Þetta er tilvalið tækifæri til að eyða sumrinu erlendis, öðlast starfsreynslu og auka færni sína í erlendu tungumáli.
Áhugasamir geta fyllt út umsókn til að gerast Nordjobbarar á eftirfarandi slóð: https://semla.nordjobb.org/Registration.aspx?&lc=sv&cc=is
Hægt er að sjá laus störf hér: https://www.nordjobb.org/is/saekja-um-vinnu
ATH! Það kostar ekkert að taka þátt í Nordjobb verkefninu!
Nánari upplýsingar veitir Hannes, verkefnisstjóri Nordjobb á Íslandi, á island@nordjobb.org eða í síma 680-7477.