Fara í efni

Undirbúningur árshátíðar í fullum gangi

Hólmfríður Lilja Birgisdóttir, formaður Þórdunu.
Hólmfríður Lilja Birgisdóttir, formaður Þórdunu.
Jafnframt því að skólastarf VMA er nú hafið á ný eftir jólaleyfi eru þeir sem eru í framlínunni í Þórdunu – nemendafélagi skólans – komnir á fullt með að vinna að næstu skrefum í félagslífinu í skólanum. Þar er efst á blaði árshátíð skólans, sem verður haldin föstudaginn 7. febrúar nk. í Íþróttahöllinni á Akureyri.

Jafnframt því að skólastarf VMA er nú hafið á ný eftir jólaleyfi eru þeir sem eru í framlínunni í Þórdunu – nemendafélagi skólans – komnir á fullt með að vinna að næstu skrefum í félagslífinu í skólanum. Þar er efst á blaði árshátíð skólans, sem verður haldin föstudaginn 7. febrúar nk. í Íþróttahöllinni á Akureyri.

„Við höfum unnið að undirbúningi árshátíðarinnar síðan í haust og hún verður stóra verkefni okkar næstu vikurnar,“  segir Hólmfríður Lilja Birgisdóttir, formaður Þórdunu.  Hún er leyndardómsfull um árshátíðina og vill lítið gefa upp um hana á þessu stigi en segir að stefnt sé að því að hún verði afar glæsileg. Að hluta taki hún mið af því að VMA sé þrítugur á árinu. „Við munum gefa upp eitt og annað um árshátíðina á facebooksíðu Þórdunu á næstu vikum, ég reikna með að strax í næstu viku komi þar inn nýjar upplýsingar um árshátíðina. Ég vil endilega hvetja alla þá nemendur í VMA sem ekki hafa „lækað“ á síðuna að senda á hana vinabeiðni. Þannig geta þeir auðveldlega fylgst með öllum nýjustu upplýsingum um árshátíðina og félagslífið almennt,“ segir Hólmfríður.

Aðrir stærstu viðburðir í félagslífinu á þessari önn er annars vegar hin árlega Söngkeppni VMA, sem hefur jafnan verið hin glæsilegasta í alla staði, og Opnir dagar, sem verða 18.-19. mars.

Vert er að vekja athygli á því að skóladagatal fyrir vorönn er komið hér inn á vefsíðuna og þar eru færðar inn allar helstu dagsetningar í skólalífinu til vors.

Hólmfríður Lilja vekur athygli á því að nú séu nokkrar stöður lausar í stjórn Þórdunu og rennur umsóknarfrestur um þær út á miðnætti í kvöld, föstudaginn 10. janúar. Um er að ræða stöðu gjaldkera Þórdunu, kynningarfulltrúa og tvo hagsmunaráðsfulltrúa. Tekið skal fram að umsækjendur þurfa að vera orðnir átján ára gamlir. Áhugasamir sendi umsóknir á annað hvort hrabba@vma.is eða skuli@vma.is með upplýsingum um nafn, kennitölu, símanúmer, braut, fyrri reynslu viðkomandi af félagsmálastörfum, ef um það er að ræða, og af hverju viðkomandi hefur áhuga á að taka að sér þessi störf.