Grunnnám matvæla- og ferðagreina (Staðfestingarnúmer 83)
Grunnnám matvæla - og ferðagreina er námsbraut með námslok á 1. þrepi. Námið er ætlað nemendum sem stefna að frekara námi í matvæla- og ferðagreinum. Námið felur í sér almenna menntun þar sem lögð er áhersla á alhliða þroska nemanda og lýðræðislega virkni. Námið er undirbúningur fyrir iðnnám í matreiðslu, bakstri, framreiðslu og kjötiðn en einnig er það undirbúningur fyrir frekara nám í matartækni og/eða í ferðaþjónustu. Nemendur fá bæði starfskynningu í matvæla- og ferðagreinum á vinnustöðum og fara í vinnustaðanám að eigin vali.
Forkröfur
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Skipulag
Námið er bæði bóklegt og verklegt. Mestur hluti þess fer fram í skóla en þó fara nemendur í 18-24 kennslustundir á hvorri önn í starfskynningu/starfsþjálfun á vinnustað. Þar öðlast nemendur þekkingu og leikni til að takast á við mismunandi störf sem tengjast ferða- og matvælagreinum. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, byggja m.a. á leiðsagnarmati og miðast við að allir nemendur eigi kost á að nýta hæfileika sína og fá endurgjöf á verkefni sín. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og vinnusemi nemenda. Námssamfélagið gengur út á samvinnu kennara og nemenda sem skapar jákvætt og uppbyggilegt umhverfi til náms og starfa.
Námsmat
Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsmatsreglum skólans.
Reglur um námsframvindu
Nám á grunndeild matvæla- og ferðagreina er 62 einingar og nemendur öðlast hæfni á 1. þrepi. Námstími er 1 ár. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá.
Hæfnisviðmið
- vera virkur þegn í lýðræðisþjóðfélagi og bera virðingu fyrir ólíkri menningu
- skilja mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin líkama og heilsu
- afla sér frekara náms í greinunum
- fjalla um mismunandi störf í matvæla- og ferðaþjónustu
- vinna mismunandi störf í matvæla- og ferðaþjónustugreinum undir handleiðslu iðnmeistara og/eða tilsjónarmanns
- gera sér grein fyrir mikilvægi þess að fylgja viðurkenndum starfsaðferðum sem notaðar eru við störf í ferða- og matvælaiðnaði
- tengja mikilvægi eigin hreinlætis við kröfur um hreinlæti sem gerðar eru í öllum störfum (HACCP) í matvælagreinum
- eiga samskipti við fólk af skilningi og virðingu
- bera ábyrgð á eigin framkomu, hafa skýra sýn á þjónustuhlutverkið og geta tekið afstöðu til álitamála sem kunna að koma upp
- meta öryggi og aðbúnað á vinnustað og beita grunnþáttum skyndihjálpar
- geta brugðist rétt við utanaðkomandi hættum eins og kostur er
Námsgrein | 1. þrep | 2. þrep | 3. þrep | ||
---|---|---|---|---|---|
Framreiðsla bókleg og verkleg | FRBV | 1FR06 | 6 | 0 | 0 |
Heilsufræði | HEIF | 1HN02(AV) 1HN02(AV) | 4 | 0 | 0 |
Heilsa, lífsstíll | HEIL | 1HH02 1HH02(AV) | 4 | 0 | 0 |
Innra eftirlit og matvælaöryggi | IEMÖ | 1GÆ02 | 2 | 0 | 0 |
Líffræði | LÍFF | 2NÆ05 | 0 | 5 | 0 |
Lífsleikni | LÍFS | 1SN01 1SN02 | 3 | 0 | 0 |
Matreiðsla | MATR | 1MG10 | 10 | 0 | 0 |
Verkleg matreiðsla, heitur matur | VMAT | 1IB06 | 6 | 0 | 0 |
Verkleg þjálfun á vinnustað | VÞVS | 1AV04 | 4 | 0 | 0 |
Þjónustusamskipti | ÞJSK | 1SÞ02 1VM02 | 4 | 0 | 0 |
Öryggismál og skyndihjáp | ÖRSK | 1AÖ01 2FS01(AV) | 1 | 1 | 0 |
Örverufræði | ÖRVR | 2ÖR02 | 0 | 2 | 0 |
Einingafjöldi | 52 | 44 | 8 | 0 |
Frjálst val
Nemendur á brautinni hafa 10 einingar í frjálsu vali og gæta þessa að uppfylla reglur um skiptingu náms á hæfniþrep. Nemendur þurfa að uppfylla skilyrði um kjarnagreinar og hafa náð einkunn B við lok grunnskóla til að hefja nám á 2. hæfniþrepi.