Opnir dagar - frábær dagskrá
Margir viðburðir voru í boði. Drengir (aðallega drengir) settu upp LAN aðstöðu í stofu B11 og B12. Allskonar leikir voru spilaðir, þó kannski mest leikir sem reyna á skothæfni og/eða skipulagshæfni spilarans. Útvarp VMA er rekið þessa vikuna og hafa undirtektir verið góðar. Myndir eru í myndasafninu.
Klifurveggur var klifinn í húsi björgunarsveitarinnar Súlur af nemendum VMA á opnu dögum. Klifurveggurinn er 5 metrar, sem er yfirdrifið nóg
fyrir flesta. Nokkrir nemendur náðu þó að klára vegginn með útsjónarsemi og þrautseigju. Brynjar og Atli stóðu
vörð um vegginn og sáu til þess að allt gekk að óskum.
Í tölvustofunni komu nemendur með sínar eigin tölvur og settu þær upp til að tengja þær svo saman. Helgi og Hinrik eru
prímusmótorornir í tölvuleikjaklúbbnum og standa að allri skipulagningu með góðum hópi leikjamanna. Þetta er sami hópur
og er svo að standa að tölvuleikjamótunum sem haldin eru í VMA tvisvar á vetri.
Davíð Ingi Guðmundsson, kennari hefur haldið utan um undirbúningsvinnu útvarpsins og staðið nokkrar vaktir í útsendingastjórnun.
Nemendur hans hafa lagt á sig ómælda vinnu við að setja upp stúdíóið ásamt nemendum Hjördísar Stefánsdóttur
kennara í málaraiðn. Frábært framtak þar. Útsendingaborðið er gamla borðið sem notað var í RÚVAK og á
Davíð heiður skilið fyrir að bjarga því frá glötun. Fullbúið hliðrænt upptökustúdío er nú til
staðar VMA sem opnar óendanlega möguleika.
Stilltu á FM 987 og hlustaðu á RADIO VMA
Kaffihús VMA var opið um opnu dagana og var boðið upp á veitingar af öllu tagi. Brauð, kökur, pönnukökur, vöfflur, sulta, rjómi,
kaffi, te.... allt sem prýðir gott kaffihús. Hægt er að setjast niður og fá sér léttar veitingar í góðra vina hópi
og eiga góðar stundir í besta félagsskap í heimi.
Auk þess voru aðrir frábærir viðburðir á dagskránni, hver öðrum
betri
Myndir eru í myndasafninu.
Margar myndanna í myndasafninu voru unnar af TOT hópnum hjá Hilmari Friðjónssyni og eiga fá þau þakkir fyrir gott starf
Radio VMA FM 98.7
vefútsending
Útvarpssíðan (Facebook síða)