Nýir nemendur
Hér má finna almennar upplýsingar fyrir nýja nemendur í vma.
Í VMA er gert ráð fyrir að nemendur hafi tölvur með sér í skólann. Nemendur skólans hafa aðgang að þráðlausu neti (wifi) sem birtist í tækjum þeirra undir nafninu VMA. Einnig fá nemendur aðgang að office 365 þar á meðal tölvupósti. Nemendur hafa aðgang að prenturum og skönnum í skólanum, innifalið í skólagjöldunum er prentkvóti, enn hægt er að kaupa meiri prentkvóta á skrifstofu skólans.
Tölvuaðgangur – lykilorð
- Nýnemar og endurinnritaðir nemendur þurfa að búa sér til lykilorð og er það gert inn á lykilord.menntasky.is
- Nemendur fá úthlutað netfangi hjá skólanum. Á þetta netfang berst ýmis póstur frá skrifstofu og stjórnendum skólans. Vefpóstur er á slóðinni http://mail.office365.com/ og tengill er einnig aðgengilegur af forsíðu á vef skólans.
- Eitt og sama lykilorð gildir fyrir tölvukerfi skólans, tölvupóst og Office. Breyti nemandi lykilorði sínu hér innanhúss að tölvukerfinu þá er hann um leið að breyta lykilorðinu að tölvupósti.
Tengjast þráðlausa netinu
Til að tengjast WiFi skólans (VMA) þarf að nota notendanafn og lykilorð. Notendanafn nemenda á WiFi er fyrrihluti tölvupóstfangs þeirra, t.d. vma123456 og lykilorðið það sama og fyrir Office365.
Microsoft Office
Öllum nemendum og starfsfólki VMA bjóðast afnot af Office forritum Microsoft. Hver notandi getur hlaðið forritunum niður á allt að fimm tæki (tölvur, spjaldtölvur og/eða snjallsíma).
Upplýsingakerfið Inna
Þegar nemendur hefja nám í VMA fá þeir aðgang að tölvukerfi skólans og upplýsingakerfinu Innu. Í Innu geta nemendur nálgast verkefni og próf, stundaskrár, bókalista, fylgst með mætingu og skoðað námsferil sinn.
Farið er í Innu af slóðinni www.inna.is eða frá vef skólans. Nemendur og forráðamenn nemenda sem ekki hafa náð 18 ára aldri geta skráð sig inn í Innu með rafrænum skilríkjum. Vakin er athygli á að nemendur geta, þegar þeir ná 18 ára aldri, veitt foreldrum/forráðamönnum sínum áframhaldandi aðgang að Innunni. Er eindregið mælt með að slíkt sé gert enda geta foreldrar/forráðamenn veitt ómetanlegan stuðning við námið.
Prentun
Nemendur geta prentað gögn úr tölvum skólans og sett upp prentun í eigin tölvum. Nemendur fá úthlutaðan prent kvóta í byrjun skólaárs og hægt er að kaupa meira á skrifstofu skólans