Heilsunudd
Brautarlýsing
Markmið náms á heilsunuddbraut er að gera nemandann hæfan í starfsgrein sinni og þjálfa þá verklegu færni sem er grunnur starfsins. Starfsvettvangur heilsunuddara er fjölbreyttur og tekur nám og kennsla mið af því. Mikil áhersla er lögð á heildræna yfirsýn og þá staðreynd að hver skjólstæðingur er einstakur og hefur þörf fyrir einstaklingsmiðaða meðferð. Nemendur tileinka sér nuddaðferðir og krafist er ákveðinnar líkamlegrar lágmarksfærni í verklegum áföngum. Áhersla er lögð á að þjálfa rétta líkamsbeitingu sem er mikilvæg í starfi heilsunuddara. Sá sem lýkur námi á námsbrautinni hlýtur starfsheitið heilsunuddari og hefur, skv. reglum Félags íslenskra heilsunuddara (FÍHN), rétt til að setja á stofn og starfrækja nuddstofu. Þegar nemendur útskrifast af brautinni fá þeir í hendur starfsmenntaskírteini samhliða prófskírteini, sem þeir geta haft uppi á starfsstöð sinni til staðfestingar á því að þeir hafi lokið námi á heilsunuddbraut. Heilsunuddarar starfa bæði sjálfstætt og sem launþegar. Starfsvettvangur þeirra er á heilsunuddstofum eða öðrum stöðum sem veita heilsutengda þjónustu, s.s. heilsustofnunum, líkamsræktarstöðvum eða heilsulindum. Hverjum útskrifuðum heilsunuddara er frjálst að ganga í Bandalag íslenskra græðara (BÍG) og starfa jafnframt sem skráður græðari. Um græðara gilda þingfest lög nr. 34 frá árinu 2005. Hægt er að taka viðbótarnám til stúdentsprófs meðfram námi á brautinni eða að því loknu.
Inntökuskilyrði
Nemendur verða að hafa náð 18 ára aldri til að hefja verknám. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið. Jafnframt er miðað við að nemendur hafi lokið bóklegum áföngum brautarinnar s.s. líffæra- og lífeðlisfræði, vöðvafræði og sjúkdómafræði,
Annarplan
Haust 23 | Vor 24 | Haust 24 | Vor 25 | |||||
ENSK2LS05 | DANS2OM05 | SJÚK2MS05 | INNU2GR05 | MAVE3SÞ02 | HLSE1NV03 | STRN2SR04 | ||
HBFR1HH05 | ENSK2RM05 | LÍOL2VÖ05 | KLNU3NT07 | SOGN3SO05 | ILMO2KO05 | ORKM3OM05 | ||
HEIL1HH04 | HEIL1HD04 | HREY1JÓ01 | SJÚK2GH05 | SVNU3SN05 | KINE3KP04 | MAVE3SÞ03 | ||
ÍSLE2HS05 | ÍSLE2KB05 | SASK2SS05 | HREY1YY01 | MAGR2MG05 | ÍÞNT3ÍT05 | HEIN3HN05 | STAF3ÞJ18 | |
LÍFS1SN02 | LÍFS1SN01 | SÁLF2SÞ05 | SIÐF1SÁ05 | SÁLF3CC05* | VEFL3VT05 | |||
NÁLÆ1UN05 | LÍOL2SS05 | LÍFF2NÆ05 | UPPT1ÁH02 | LÍOL2IL05 | BÓKF1DH05 | |||
STÆF2TE05 | SKYN2ÁE01 | |||||||
GRÆNN=áfangar kenndir í helgarlotum |
||||||||
GULUR=áfangar sem nemendur taka í fjarnámi eða dagskóla |
Nám í heilsunuddi fór af stað haustið 2023 og mun hópur ljúka námi á vorönn 2025. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær næst verður boðið upp á námið.