Fara í efni

Heilsunudd

Brautarlýsing

Markmið náms á heilsunuddbraut er að gera nemandann hæfan í starfsgrein sinni og þjálfa þá verklegu færni sem er grunnur starfsins. Starfsvettvangur heilsunuddara er fjölbreyttur og tekur nám og kennsla mið af því. Mikil áhersla er lögð á heildræna yfirsýn og þá staðreynd að hver skjólstæðingur er einstakur og hefur þörf fyrir einstaklingsmiðaða meðferð. Nemendur tileinka sér nuddaðferðir og krafist er ákveðinnar líkamlegrar lágmarksfærni í verklegum áföngum. Áhersla er lögð á að þjálfa rétta líkamsbeitingu sem er mikilvæg í starfi heilsunuddara. Sá sem lýkur námi á námsbrautinni hlýtur starfsheitið heilsunuddari og hefur, skv. reglum Félags íslenskra heilsunuddara (FÍHN), rétt til að setja á stofn og starfrækja nuddstofu. Þegar nemendur útskrifast af brautinni fá þeir í hendur starfsmenntaskírteini samhliða prófskírteini, sem þeir geta haft uppi á starfsstöð sinni til staðfestingar á því að þeir hafi lokið námi á heilsunuddbraut. Heilsunuddarar starfa bæði sjálfstætt og sem launþegar. Starfsvettvangur þeirra er á heilsunuddstofum eða öðrum stöðum sem veita heilsutengda þjónustu, s.s. heilsustofnunum, líkamsræktarstöðvum eða heilsulindum. Hverjum útskrifuðum heilsunuddara er frjálst að ganga í Bandalag íslenskra græðara (BÍG) og starfa jafnframt sem skráður græðari. Um græðara gilda þingfest lög nr. 34 frá árinu 2005. Hægt er að taka viðbótarnám til stúdentsprófs meðfram námi á brautinni eða að því loknu.

Nánari brautarlýsingu er hægt að nálgast hér

Inntökuskilyrði

Nemendur verða að hafa náð 18 ára aldri til að hefja verknám. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.  Jafnframt er miðað við að nemendur hafi lokið bóklegum áföngum brautarinnar s.s. líffæra- og lífeðlisfræði, vöðvafræði og sjúkdómafræði,

Annarplan

      Haust 23 Vor 24 Haust 24 Vor 25    
ENSK2LS05 DANS2OM05 SJÚK2MS05 INNU2GR05 MAVE3SÞ02 HLSE1NV03 STRN2SR04    
HBFR1HH05 ENSK2RM05 LÍOL2VÖ05 KLNU3NT07 SOGN3SO05 ILMO2KO05 ORKM3OM05    
HEIL1HH04 HEIL1HD04 HREY1JÓ01 SJÚK2GH05 SVNU3SN05 KINE3KP04 MAVE3SÞ03    
ÍSLE2HS05 ÍSLE2KB05 SASK2SS05 HREY1YY01 MAGR2MG05 ÍÞNT3ÍT05 HEIN3HN05 STAF3ÞJ18  
LÍFS1SN02 LÍFS1SN01 SÁLF2SÞ05 SIÐF1SÁ05 SÁLF3CC05* VEFL3VT05      
NÁLÆ1UN05 LÍOL2SS05 LÍFF2NÆ05 UPPT1ÁH02 LÍOL2IL05 BÓKF1DH05      
STÆF2TE05 SKYN2ÁE01              
GRÆNN=áfangar kenndir í helgarlotum
         
GULUR=áfangar sem nemendur taka í fjarnámi eða dagskóla        

Nám í heilsunuddi fór af stað haustið 2023 og mun hópur ljúka námi á vorönn 2025. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær næst verður boðið upp á námið.

 

Getum við bætt efni síðunnar?