Fara í efni

Viðbótarnám til stúdentsprófs (VNS)

Brautarlýsing

Brautin VNS) er ætluð nemendum í starfsnámi með námslok á 3. hæfniþrepi. Markmið með námsleiðinni er að uppfylla þær lágmarkskröfur sem aðalnámskrá framhaldsskóla setur til stúdentsprófs. Sérhæfing nemandans er fólgin í starfsnámi hans. Mikilvægt er að nemendur skipuleggi nám sitt til að mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem þeir stefna á í háskóla. Athugið að nemandi þarf að ljúka 200 einingum í heildina til að klára stúdentspróf og vera innan marka varðandi þrepakröfur. Sumar styttri námsleiðir í starfsnámi kunna að innihalda of fáar einingar til að þær einar og sér ásamt VNS dugi til að uppfylla kröfur um stúdentspróf.

Nánari upplýsingar um brautina er hægt að nálgast hér.

Inntökuskilyrði

Brautin er ætluð nemendum í starfsnámi með námslok á 3. hæfniþrepi, eða þeim sem hafa lokið starfsnámi með námslok á 3. hæfniþrepi. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áföngum í þessum greinum. Nemendur þurfa að vera búnir að útskrifast af fagbraut með starfsþjálfun.

Námið

Brautin samanstendur af þeim áföngum sem nemendur af starfsnámsbrautum þurfa að lágmarki að taka til að ljúka stúdentsprófi að loknu starfsnámi. Nemandi getur tekið áfangana jafnt og þétt gegnum námið eða bætt þeim við þegar starfsnámi lýkur hyggi hann á áframhaldandi nám.

Áfanga-/greinakrafa til stúdentsprófs

Markmið með námsleiðinni er að uppfylla þær lágmarkskröfur sem aðalnámskrá framhaldsskóla setur til stúdentsprófs. Sérhæfing nemandans er fólgin í starfsnámi hans. Áfangar starfsnámsbrautar í þeim greinum sem taldar eru upp hér í töflu teljast með, t.d. ENSK2LS05 og ÍSLE2HS05 sem finna má á flestum starsfnámsbrautum, og þurfa nemendur því aðeins að bæta við sig þeim einingum í töflunni sem þeir hafa ekki þegar lokið í sínu starfsnámi.

Greinar

         
Íslenska ÍSLE2HS05 ÍSLE2KB05 Íslenska á 3. þrepi Íslenska á 3. þrepi 20
Enska ENSK2LS05       5
Danska DANS2OM05       5
Stærðfræði STÆF2xx05
(5 ein/2. þrep)
      5

Ensku-/stærðfræðival
(2./3. þrep)

ENSK/STÆF
5 einingar
ENSK/STÆF
5 einingar
ENSK/STÆF
5 einingar
  15
Bóknámsval 5 eininga val       5
           
Getum við bætt efni síðunnar?