Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina
Brautarlýsing
Meginmarkmið grunnnáms bygginga- og mannvirkjagreina er að veita nemendum sýn á atvinnugreinina og störf innan hennar. Lögð er áhersla á kennslu undirstöðuatriða í efnisfræði, áhalda- og tækjafræði, teikningum, verktækni og vinnuvernd. Í lok grunnnámsins eiga nemendur að vera hæfari til að velja sér sérsvið innan bygginga- og mannvirkjaiðnaðar og hafa fengið faglegan grunn til að byggja áframhaldandi nám á.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Námið
Námið er ein önn en síðan tekur við sérhæfing í þeirri byggingagrein sem nemendur velja t.d. húsasmíði, pípulagnir eða múraraiðn.
Annarplan
Greinar |
1.önn |
Stærðfræði | STÆF2RH05 |
Íþróttir | HEIL1HH04 |
Lífsleikni | LÍFS1SN02 |
Efnisfræði | EFRÆ1BV05 |
Framkvæmdir | FRVV1SR03 |
Grunnteikning | GRUN1FF04 |
Trésmíði | TRÉS1AB01-TRÉS1SL06 |
Einingar | 30 |