Íþrótta- og lýðheilsubraut (ÍLB)
Brautarlýsing
Íþrótta- og lýðheilsubraut er ætlað að veita nemendum góða og almenna þekkingu á sviði íþrótta- og heilsufræða. Auk kjarnagreina er lögð áhersla á fjölbreyttar íþróttagreinar, íþróttafræði, starfsþjálfun, stjórnun, ásamt tölfræði. Brautin er góður undirbúningur fyrir háskólanám m.a. í lýðheilsufræði, heilbrigðisgreinum, þjálffræði, tómstundafræði og skyldum greinum.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði er hægt að nálgast hér.
Námið
Íþrótta- og lýðheilsubraut er í bland bókleg og verkleg braut og kennsla fer fram bæði innan skólans og utan. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, byggja m.a. á leiðsagnarmati, og miðast við að allir nemendur eigi kost á að nýta hæfileika sína og fá endurgjöf á verkefni sín. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og vinnusemi nemenda. Námssamfélagið gengur út á samvinnu kennara og nemenda sem skapar jákvætt og uppbyggilegt umhverfi til náms og starfa.
Annarplan
Greinar |
1.önn |
2.önn |
3.önn |
4.önn |
5.önn |
6.önn |
|
Danska | DANS2OM05 | DANS2LN05 | |||||
Enska | ENSK2LS05 | ENSK2RM05 | Enska á 3.þrepi | Enska á 3.þrepi | |||
Íslenska | ÍSLE2HS05 | ÍSLE2KB05 | Íslenska á 3.þrepi | Íslenska á 3.þrepi | |||
Stærðfræði | STÆF2TE05 | STÆF2LT05 | STÆF3ÖT05 | ||||
Lífsleikni | LÍFS1SN02 | LÍFS1SN01 | |||||
Menningarlæsi | MELÆ1ML05 | ||||||
Náttúrulæsi | NÁLÆ1UN05 | ||||||
Fjármálalæsi | LÍFS1FN04 | ||||||
Lokaverkefni | LOVE3SR05 | ||||||
Efnafræði | EFNA2ME05 | ||||||
Líffræði | LÍFF2LK05 | ||||||
Næringafræði | LÍFF2NÆ05 | ||||||
Sálfræði | SÁLF2SÞ05 | ||||||
Uppeldisfræði | UPPE2UK05 | ||||||
Stjórnun | VIÐS2PM05 | ||||||
Vöðvafræði | LÍOL2VÖ05 | ||||||
Íþróttafræði | ÍÞRF2ÞB03 | ÍÞRF2ÍS03 | ÍÞRF3BL05 | ÍÞRF3BK05 | |||
Íþróttagrein | ÍÞRG2ÞS03 | ÍÞRG3OP03 | ÍÞRG3OÁ03 ÞRG1ÚT03 |
ÍÞRG2ÍF04 | ÍÞRG3OÍ03 | ||
Starfsnám íþrótta | ÍÞSN3ÍY03 | ÍÞSN3ÍE03 | |||||
Skyndihjálp | SKYN2EÁ01 | ||||||
Bóknámssérhæfing | BKNS 5 ein. | BKNS 5 ein. | BKNS 5 ein. | ||||
Óbundið val | 5 einingar | 16 einingar | |||||
Samtals einingar: | 28 | 32 | 36 | 34 | 36 | 34 | 200 |