Fara í efni

Íþrótta- og lýðheilsubraut (ÍLB)

Brautarlýsing

Íþrótta- og lýðheilsubraut er ætlað að veita nemendum góða og almenna þekkingu á sviði íþrótta- og heilsufræða. Auk kjarnagreina er lögð áhersla á fjölbreyttar íþróttagreinar, íþróttafræði, starfsþjálfun, stjórnun, ásamt tölfræði. Brautin er góður undirbúningur fyrir háskólanám m.a. í lýðheilsufræði, heilbrigðisgreinum, þjálffræði, tómstundafræði og skyldum greinum.

Nánari upplýsingar um brautina er hægt að nálgast hér.

 Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði er hægt að nálgast hér.

 Námið

Íþrótta- og lýðheilsubraut er í bland bókleg og verkleg braut og kennsla fer fram bæði innan skólans og utan. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, byggja m.a. á leiðsagnarmati, og miðast við að allir nemendur eigi kost á að nýta hæfileika sína og fá endurgjöf á verkefni sín. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og vinnusemi nemenda. Námssamfélagið gengur út á samvinnu kennara og nemenda sem skapar jákvætt og uppbyggilegt umhverfi til náms og starfa.

 Annarplan

Greinar

1.önn

2.önn

3.önn

4.önn

5.önn

6.önn

 

Danska     DANS2OM05 DANS2LN05      
Enska ENSK2LS05 ENSK2RM05 Enska á 3.þrepi   Enska á 3.þrepi    
Íslenska ÍSLE2HS05 ÍSLE2KB05   Íslenska á 3.þrepi Íslenska á 3.þrepi    
Stærðfræði STÆF2TE05     STÆF2LT05   STÆF3ÖT05  
Lífsleikni LÍFS1SN02 LÍFS1SN01          
Menningarlæsi MELÆ1ML05            
Náttúrulæsi   NÁLÆ1UN05          
Fjármálalæsi   LÍFS1FN04          
Lokaverkefni           LOVE3SR05  
Efnafræði         EFNA2ME05    
Líffræði     LÍFF2LK05        
Næringafræði   LÍFF2NÆ05          
Sálfræði     SÁLF2SÞ05        
Uppeldisfræði       UPPE2UK05      
Stjórnun         VIÐS2PM05    
Vöðvafræði           LÍOL2VÖ05  
Íþróttafræði ÍÞRF2ÞB03 ÍÞRF2ÍS03 ÍÞRF3BL05 ÍÞRF3BK05      
Íþróttagrein ÍÞRG2ÞS03 ÍÞRG3OP03 ÍÞRG3OÁ03
ÞRG1ÚT03
ÍÞRG2ÍF04 ÍÞRG3OÍ03    
Starfsnám íþrótta         ÍÞSN3ÍY03 ÍÞSN3ÍE03  
Skyndihjálp   SKYN2EÁ01          
Bóknámssérhæfing     BKNS 5 ein. BKNS 5 ein. BKNS 5 ein.    
Óbundið val         5 einingar 16 einingar  
Samtals einingar: 28 32 36 34 36 34 200
Getum við bætt efni síðunnar?