Fara í efni

Vélvirkjun

Brautarlýsing

Nám í málm- og véltæknigreinum er sambland af verk- og bóknámi sem miðar að því að búa nemandann undir líf og störf í nútíma lýðræðissamfélagi þar sem reynir á gagnrýna hugsun og upplýsingaöflun auk virkrar þátttöku í mótun þess samfélags sem nemandinn er hluti af. Markmið náms í vélvirkjun er að að gera nemandann færan um að uppfylla hæfnikröfur sem gerðar eru til vélvirkja en þeir fást m.a. við uppsetningu, viðgerðir, viðhald, endurnýjun og þjónustu á hvers kyns vél- og tæknibúnaði t.d. í skipum, vinnslustöðvum, vinnuvélum, verksmiðjum, orkuverum og orkuveitum.

Nánari brautarlýsing hér.

Námið er skipulagt sem 6 annir í skóla auk starfsþjálfunar og ræður framvinda rafrænnar ferilbókar tíma á starfsnámsstað.

Efnisgjöld eru innheimt fyrir ákveðna áfanga og má sjá lista yfir það hér.

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Annarplan

Ö Vélvirkjun (247 ein.) (Nánari brautarlýsing hér) EI.
1.ö ENSK2LS05  GRUN1FF04  HEIL1HH04  LÍFS1SN02  LOGS1PS03  SMÍÐ1NH05  STÆF2RH05  SKYN2EÁ01  VÉLS1GV05 34
2.ö GRUN2ÚF04  HEIL1HD04  HLGS2MT03  ÍSLE2HS05  LÍFS1SN01  RAMV1HL05  SMÍÐ2NH05  VÉLS2KB05   32
3.ö EÐLI2AO05  EFMA1JS04  RAFS1SE03  RAMV2MJ05  VÉLF1AE05  VÉLS2TK05       27
4.ö IÐNT3AC05  RAMV2SR05  SMÍÐ3VV05  STÝR1LV05  VÉLF2VE05         25
5.ö HLGS2SF04  KÆLI2VK05  REIT2AR05  LAGN3RS04  VÉLS3VK05         23
  STAÞ1MS20  STAÞ2MS20  STAÞ2VS20  STAÞ3MS20 Starfsþjálfun       80
6.ö IÐNT3CN04  RÖKR3IS05  VÉLT3ÁL04  VIÐH3VV04  VÖRS1VÖ04 5.ein óbund.       26

 

Síða uppfærð 25.09.2024 (ÓKR)

Getum við bætt efni síðunnar?