Fara í efni

Grunnnám málm- og véltæknigreina

Brautarlýsing

Grunnnám málm- og véltæknigreina er eins árs nám og skilar nemendum hæfni á 2. þrepi. Námið er bæði bóklegt og verklegt. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, byggja m.a. á leiðsagnarmati og miðast við að allir nemendur eigi kost á að nýta hæfileika sína og fá endurgjöf á verkefni sín. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og vinnusemi nemenda. Námssamfélagið gengur út á samvinnu kennara og nemenda sem skapar jákvætt og uppbyggilegt umhverfi til náms og starfa.

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Námið

Grunnnám málm- og véltæknigreina veitir nemendum undirbúning til áframhaldandi náms í málm- og véltæknigreinum s.s. í stálsmíði, bifvélavirkjun og vélstjórn. Auk kjarnagreina taka nemendur faggreinar s.s. málmsuðu, málmsmíðar, rafmagnsfræði og vélstjórn.

Annarplan

Greinar 1.önn 2.önn  
Enska ENSK2LS05    
Grunnteikning GRUN1FF04 GRUN2ÚF04  
Íþróttir HEIL1HH04 HEIL1HD04  
Íslenska   ÍSLE2HS05  
Lífsleikni LÍFS1SN02 LÍFS1SN01  
Rafmagnsfræði   RAMV1HL05  
Suða LOGS1PS03 HLGS2MT03  
Smíðar SMÍÐ1NH05 SMÍÐ2NH05  
Stærðfræði STÆF2RH05 STÆF2AM05  
Skyndihjálp SKYN2EÁ01    
Vélstjórn VÉLS1GV05 VÉLS2KB05  
Einingar 34 37  
Getum við bætt efni síðunnar?