Grunnnám matvæla- og ferðagreina
Brautarlýsing
Grunnnám matvæla - og ferðagreina er námsbraut með námslok á 1. þrepi. Námið er ætlað nemendum sem stefna að frekara námi í matvæla- og ferðagreinum. Námið felur í sér almenna menntun þar sem lögð er áhersla á alhliða þroska nemanda og lýðræðislega virkni. Námið er undirbúningur fyrir iðnnám í matreiðslu, bakstri, framreiðslu og kjötiðn en einnig er það undirbúningur fyrir frekara nám í matartækni og/eða í ferðaþjónustu. Nemendur fá bæði starfskynningu í matvæla- og ferðagreinum á vinnustöðum og fara í vinnustaðanám að eigin vali.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði er hægt að nálgast hér.
Námið
Grunnnám matvæla - og ferðagreina er námsbraut með námslok á 1. þrepi. Námið er ætlað nemendum sem stefna að frekara námi í matvæla- og ferðagreinum. Námið felur í sér almenna menntun þar sem lögð er áhersla á alhliða þroska nemanda og lýðræðislega virkni. Námið er undirbúningur fyrir iðnnám í matreiðslu, bakstri, framreiðslu og kjötiðn en einnig er það undirbúningur fyrir frekara nám í matartækni og/eða í ferðaþjónustu. Nemendur fá bæði starfskynningu í matvæla- og ferðagreinum á vinnustöðum og fara í vinnustaðanám að eigin vali.
Annarplan
Greinar |
1.önn |
2.önn |
|
Enska | ENSK2LS05 |
||
Íslenska | ÍSLE2HS05 | ||
Stærðfræði | STÆF2TE05 | ||
Íþróttir | HEIL1HH04 | HEIL1HD04 | |
Lífsleikni | LÍFS1SN02 |
LÍFS1SN01 | |
Innra eftirlit | IEMÖ1GÆ02 | ||
Örverufræði | ÖRVR2HR02 | ||
Verkleg þjálfun | VÞVS1AV04 | ||
Verkleg færni | VFFM1BK10 | VFFM1MF10 | |
Næringarfræði | LÍFF2NÆ05 | ||
Skyndihjálp | SKYN2EÁ01 | ||
Þjónustussamsk | ÞJSK1SÞ02 | ÞJSK1VM02 | |
Einingar | 30 | 34 |