Forvarnir
Forvarnarfulltrúi
Forvarnarfulltrúi VMA er Kristján Bergmann Tómasson (Mummi).
Hann er með viðtalstíma samkvæmt samkomulagi. Til að panta tíma er hægt er að senda póst á netfangið kristjan.b.tomasson@vma.is
Stefna VMA í forvörnum
Verkmenntaskólinn á Akureyri leggur áherslu á að nemendur skólans tileinki sér jákvætt viðhorf til heilbrigðs lífernis og öðlist sterka sjálfsmynd og sjálfsvirðingu. Lögð er áhersla á að styrkja félagslíf sem eflir félagsþroska nemenda og minnkar líkur á neyslu vímuefna.
Skólinn vill einnig aðstoða þá sem hafa ánetjast vímuefnum og í skólanum gilda skýrar reglur um notkun tóbaks, þ.m.t. nef- og munntóbaks auk rafsígaretta og nikótínpúða. Reykingar og öll notkun tóbaks er óheimil í húsnæði og á lóð skólans sem og notkun áfengis og annarra vímugjafa. Sömu reglur gilda um ferðalög og aðra viðburði í nafni skólans.
Markmið Verkmenntaskólans á Akureyri er að efla alhliða forvarnir og heilsuvernd. Í því felst m.a.
- að taka þátt í verkefninu - Heilsueflandi framhaldsskóli
- að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og traustri sjálfsmynd nemenda
- að koma í veg fyrir reykingar, áfengisneyslu og aðra vímuefnanotkun nemenda,
- að styðja nemendur sem vilja losna úr ánauð vímuefna.
Leiðir skólans að þessum markmiðum felast einkum í starfi forvarnafulltrúa, skýrum reglum og almennri fræðslu. Þá leggur skólinn áherslu á fjölbreytni í líkamsræktarkennslu og að nemendum bjóðist hollur matur á hóflegu verði innan skólans.
Forvarnafulltrúi er starfandi í skólanum sem ætlað er
- að samhæfa forvarnafræðslu fyrir nemendur og starfsfólk
- að vera til viðtals fyrir nemendur
- að aðstoða nemendur sem vilja hætta neyslu og styðja nemendur sem hafa valið sér líf án áfengis, tóbaks og ólöglegra vímuefna
- að vera talsmaður forvarnastefnunnar og fylgja henni eftir í samráði við stjórnendur
Forvarnarfulltrúi er Kristján Bergmann Tómasson, einstaklingar sem leita til hans njóta fulls trúnaðar.
Nemendur geta látið forvarnafulltrúa, námsráðgjafa, umsjónarkennara, skólahjúkrunarfræðing eða skólayfirvöld vita hafi þeir vitneskju eða rökstuddan grun um hverskonar neyslu ólöglegra vímuefna eða sjálfsskemmandi hegðun nemenda.
Hvert get ég leitað - Aðilar utan skólans
Akureyrarkirkja Sími: 462-7700
Viðtalstímar presta eru eftir samkomulagi og má hafa sambandi við þá í síma eða senda póst á akirkja@akirkja.is
Glerárkirkja Sími: 464-8808/866-8489
Ekki fastir viðtalstímar. Best er að hafa samb. og bóka samtal. Sr.Sindri Geir Óskarsson. sindrigeir@glerarkirkja.is
Bjarmahlíð Sími: 551-2520
www.bjarmahlíð.is
Þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis, 16 ára og eldri, sem hafa upplifað ofbeldi og/eða eru að upplifa ofbeldi í núverandi sambandi. Þjónustan felst í stuðningi, ráðgjöf og upplýsingagjöf til þolenda, á þeirra forsendum. Þjónustan er einstaklingum að kostnaðarlausu. Hægt er að panta tíma í gegnum heimasíðu Bjarmahlíðar og með því að senda póst á bjarmahlid@bjarmahlid.is
Aflið - samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi (fyrir 18 ára og eldri) Simi: 461-5959
www.aflidak.is
Starfsemin byggir á forsendum þolenda kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis. Boðið er upp á einstaklingsviðtöl, sjálfshjálparhópa fyrir þolendur og fyrirlestra Hægt er að panta tíma á heimasíðu aflsins eða með því að senda tölvupóst á aflidak@aflidak.is.
Kvennaathvarfið á Norðurlandi Sími: 561-1205
nordurland@kvennaathvarf.is
www.kvennaathvarf.is
https://www.facebook.com/kvennaathvarf.Nordurland
Í kvennaathvarfinu er þjónusta við konur og börn sem þurfa að flýja heimili sitt vegna ofbeldis
Bergið headspace Skólastíg (Íþróttahöllin)
www.bergið.is vefpóstur bergid@bergid.is
Bergið er fyrir ungt fólk á þeirra forsendum. Í Berginu er ráðgjöf og stuðningur í boði fyrir ungt fólk 12-25 ára að aldri. Því að kostnaðarlausu. Best er að bóka tíma á heimasíðu Bergisns.
Sálfræðiþjónusta Norðurlands Hvannavöllum 14, 2. hæð
www.salfraedithjonusta.is
Stofan sinnir allri almennri sálfræðiþjónustu og skjólstæðingum á öllum aldri.
Metis sálfræðiþjónusta Kaupangi v/Mýrarveg
www.metis.is; vefpóstur metis@metis.is
Sálfræði- og ráðgjafarþjónusta fyrir börn, ungmenni, fullorðna, foreldra og fjölskyldur. Einstaklings-, fjölskylduviðtöl eða hópmeðferðir. Margskonar möguleikar á fræðslu og námskeiðum.
Grófin - Geðrækt Sími: 462-3400/846-3434
www.grofinak.is
Grófin geðrækt er gjaldfrjálst úrræði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri á öllum stigum bataferlisins sem vilja bæta heilsuna með geðrækt og batavinnu gegnum hópastarf á jafningjagrundvelli. Nýliðaferlið í Grófinni er einfalt og aðgengilegt. Í Grófinni þarf engar tilvísanir, þar eru engir biðlistar, engin félagagjöld. Það eina sem þarf að gera er að hafa samband með því að hringja eða senda póst á grofin@outlook.com
Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) V/ Eyrarlandsveg s. 463-0100.
Samband frá skiptiborði við allar deildir frá kl. 8-21 alla virka daga og kl. 9-21 um helgar. Bráðamóttaka s. 463-0800. Geðdeild s. 463-0202 kl.8-12. Félagsráðgjafar 463-0343 kl. 8.30-10.
Heilsu-og sálfræðiþjónustan Glerárgötu 34, 2.hæð
www.heilsaogsal.is; vefpóstur: mottaka@heilsogsal.is
Sálfræði- og heilsuþjónusta fyrir breiðan hóp skjólstæðinga. Stofan þjónustar Norðurland eystra með starfsstöð á Akureyri en einnig er veitt fjarþjónusta fyrir fólk óháð staðsetningu. Einnig er veitt bráðaþjónusta fyrir einstaklinga sem hafa lent í áföllum eða eru með mjög aðkallandi sálfélagslegan vanda og þarfnast tíma innan fárra sólarhringa.
Læknastofur Akureyrar Glerártorgi 2. hæð s. 462-2000
www.lak.is; ritari@lak.is
Sérfræðiþjónusta, viðtöl, rannsóknir, meðferðir og aðgerðir
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sími. 432-4600, Vaktsími 1700 Afgreiðslutími 8.00-17.00
Vaktþjónusta er er ætluð einstaklingum sem þarfnast læknishjálpar samstundis vegna skyndiveikinda eða sambærilegra atvika. Vaktsími allra starfstöðva er 1700
Móttaka ungs fólks er í Sunnuhlíð og er opin á þriðjudögum kl. 13-16. Við móttöku ungs fólks starfa hjúkrunarfræðingar. Síminn er 432-4600 á afgreiðslutíma móttökunnar. Í móttöku ungs fólks er reynt er að sinna þörfum þeirra sem eiga við tilfinningaleg vandamál að stríða, kvíða, depurð, áfengis- og vímuefnavandamál, einelti, kynsjúkdóma eða vilja ræða getnaðarvarnir og kynlífsvandamál. Móttakan er ekki ætluð fyrir vottorðabeiðnir eða pestavandamál. Þeim skal beint til heimilislæknis.
Sálfélagsleg þjónusta (HSN)
Sálfræðingar starfa á öllum megin starfsstöðvum HSN og sinna meðferð barna, ungmenna, fjölskyldna þeirra og fullorðinna 18 ára og eldri. Sálfræðingar hafa samvinnu við m.a. skóla og félagsþjónustur. Til að komast til sálfræðings þarf tilvísun frá lækni. Greitt er eins og fyrir önnur viðtöl á heilsugæslu (frítt fyrir börn, öryrkja og eldri borgara).
Virkið - þjónustu- og ráðgjafasetur Sími: 460-1244
www.akureyri.is/is/virkid.is
Virkið, þjónustu- og ráðgjafasetur er þverfaglegur samstarfsvettvangur fjórtán aðila á Akureyrar- og Eyjafjarðarsvæðinu og er meginmarkmiðið að grípa ungmenni sem falla milli kerfa og veita þeim heildstæðari þjónustu. Starfsemi Virkisins miðar að því að aðstoða ungmenni, á aldrinum 16-30 ára, sem þurfa á samfelldri þjónustu að halda vegna atvinnuleitar, skólagöngu, endurhæfingar eða annarrar meðferðar. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á virkid@akureyri.is
Ungmennahúsið, Rósenborg Sími: 460-1240
ungmennahus@gmail.com
Ungmennahúsið er upplýsinga- og menningarmiðstöð fyrir ungt fólk frá 16 ára aldri. Ungmennahúsið er á efstu hæð Rósenborgar og opnunartíminn er: þriðjudagar og fimmtudagar 17-22. Boðið er upp á innihaldsríka og uppbyggilega starfsemi á sviði menningar, lista, fræðslu og tómstunda. Starfsfólk Ungmennahússins hjálpar ungu fólki að koma góðum hugmyndum í framkvæmd og veitir aðstöðu fyrir starfsemina. Í Ungmennahúsinu eru starfandi ýmsir hópar og klúbbar. Boðið er upp á ráðgjöf og stuðning fyrir ungt fólk um ýmis mál. Umsjónarmaður Ungmennahúss er Hafsteinn Þórðarson hafsteinn@akureyri.is
Hin - hinsegin Norðurland
hinnordur@gmail.com
Markmið félagsins er að vera stuðnings- og fræðslusamtök fyrir hinsegin fólk á landsbyggðinni, þar á meðal samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks.
Al-Anon Sími: 768 7888
www.al-anon.is
Al-Anon er félagsskapur karla, kvenna og unglinga sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju ættingja eða vinar. Al-Anon leiðin er sjálfshjálparaðferð byggð á tólf reynslusporum AA samtakanna.
Alateen er fyrir unglinga sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju annarra. Allir unglingar sem eru á aldrinum 13-18 ára sem eru aðstandendur alkóhólista eru velkomnir á fundi.
Stuðnings- og upplýsingasími fyrir aðstandendur. Ef þig vantar stuðning eða upplýsingar þá er hægt að leita til Al-Anon félaga alla daga, allt árið um kring með því að hringja í stuðnings- og upplýsingasíma Al-Anon deildarinnar Stattu með þér.
Göngudeild SÁÁ Akureyri Hvannavöllum 14 s. 530-7600
www.saa.is/akureyri
Hluti áfengis- og vímuefnasjúklinga kemur á göngudeildina til að leita ráðlegginga og greiningar á vanda sínum. Flestir sjúklingar koma á göngudeildina að lokinni dvöl á Vogi eða að lokinni meðferð á Vík. Reglulega er boðið upp á námskeið fyrir aðstandendur fólks með fíknisjúkdóm og eru þau auglýst sérstaklega á svæðinu.
Fjölskyldusvið Akureyrarbæjar Glerárgötu 26 (3. hæð), sími 460 1420 fjolskyldusvid@akureyri.is
Fjölskyldusvið veitir þjónustu skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, barnaverndarlögum og lögum um málefni fatlaðs fólks. Tekið er á móti og unnið úr umsóknum um fjárhagsaðstoð, veitt félagsleg ráðgjöf og unnið að því að tryggja börnum viðunandi uppeldisskilyrði.
Uppfært 6. febrúar 2024 (HAH)