Félagsliði 3. þrep
Athugið að félagsliðanám á 3. þrepi er ekki í boði í dagskóla, eingöngu í fjarnámi, og er háð skilyrðum um fjölda þátttakenda.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið félagsliðagreinum á 2. þrepi.
Brautarlýsing
Verkmenntaskólinn á Akureyri býður félagsliðum upp á nám á 3. þrepi til starfsréttinda, til viðbótar við nám sem þeir hafa lokið hjá símenntunarmiðstöðvum eða öðrum skólum sem bjóða upp á félagsliðanám upp að 3. þrepi. Byggt er á námskrá Borgarholtsskóla. Að auki gefst nemendum kostur á að bæta við sig almennum greinum og útskrifast með stúdentspróf að loknu starfsnámi.
Faggreinar
Þær faggreinar sem VMA býður uppá eru eftirfarandi:
FJFL3AO05 |
Fjölskyldan og sálgæsla | - í boði haustönn |
FÉLV3AO05 |
Félagsleg virkni og starfsendurhæfing | - í boði haustönn |
GESA3GM05 |
Geðheilbrigði og samfélag | - í boði á vorönn |
STHS3FH05 |
Stjórn, hagur og siðfræði | - í boði á vorönn |
FÖTL3LG05 * |
Fötlun og lífsgæði | - í boði haustönn |
ÖLDR3LG05 * |
Öldrun og lífsgæði | - í boði haustönn |
VINN3FÉ10 |
Vinnustaðanám | í samráði við nemendur og vinnustaði |
STAF3FÉ30 |
Starfsþjálfun (ferilbók) | í samráði við nemendur og vinnustaði (hafið samband við sviðsstjóra) |
*nemendur velja annað hvort öldrunarlínu eða fötlunarlínu
Að auki þurfa nemendur að taka einn áfanga í íslensku á 3. þrepi og þrjá áfanga í sálfræði, samtals 20 einingar. Þeir sálfræðiáfangar sem nemendum býðst að taka í fjarnámi VMA eru þroskasálfræði (SÁLF2SÞ05), afbrigðasálfræði (SÁLF3GG05) og félagssálfræði (SÁLF3FR05). Athugið að nemendur kunna að hafa lokið þessum áföngum eða jafngildum í öðrum skólum.
Viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi
Til að uppfylla kröfur um viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi (VNS) þurfa nemendur að hafa lokið eftirfarandi eða jafngildi, hvort sem er í félagsliðanámi eða utan þess.
BRAUTARKJARNI | |||||||
Íslenska |
ÍSLE | 2HS05 | 2KB05 | ||||
Enska | ENSK | 2LS05 | |||||
Danska | DANS | 2OM05 | |||||
Einingafjöldi | 20 |
||||||
Nemendur velja 10 af 40 ein. | |||||||
Íslenska | ÍSLE | 3BB05 - 3KF05 - 3TS05 - 3ÞH05 - 3FS05 - 3KS05 - 3BL05 - 3BA05 | |||||
10 | |||||||
Nemendur velja 15 af 80 ein. | |||||||
Enska | ENSK | 2RM5 | 3VG05 | 3VV05 | |||
3FV05 | 3TT05 | 3TB05 | 3MB05 | ||||
Stærðfræði | STÆF | 2AM05 | 2RH05 | 2VH05 | 3FD05 | 3HD05 | |
2LT05 | 3ÖT05 | 2JG05 | 3BD05 | 2TE05 | |||
15 | |||||||
Nemendur velja 5 af 15 ein. | |||||||
Stærðfræði | STÆF | 2AM05 | 2RH05 | 2TE05 | |||
5 | |||||||
Nemendur hafa 5 valeiningar í bóknámsgrein, t.d. raungrein, tungumáli eða samfélagsgrein. | |||||||
5 |
Síða uppfærð 16.01.2025 (ÓKR)