Viðskipta- og hagfræðibraut (VHB)
Brautarlýsing
Viðskipta- og hagfræðibraut er ætlað að veita nemendum góða og almenna þekkingu á sviði viðskipta- og hagfræðigreina. Auk kjarnagreina er lögð áhersla á viðskipta- og hagfræðigreinar s.s. bókfærslu, hagfræði og stjórnun. Brautin er góður undirbúningur fyrir framhaldsnám í háskóla í viðskiptafræðum, hagfræði og skyldum greinum.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði er hægt að nálgast hér.
Námið
Viðskipta- og hagfræðibraut er bóknámsbraut og nám og kennsla fer fyrst og fremst fram í skólanum. Nemendur taka bókfærslu og hagfræði í kjarna og geta síðan valið hvaða greinum þeir vilja sérhæfa sig í. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, byggja m.a. á leiðsagnarmati og miðast við að allir nemendur eigi kost á að nýta hæfileika sína og fá endurgjöf á verkefni sín. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og vinnusemi nemenda. Námssamfélagið gengur út á samvinnu kennara og nemenda sem skapar jákvætt og uppbyggilegt umhverfi til náms og starfa.
Annarplan
Greinar |
1.önn |
2.önn |
3.önn |
4.önn |
5.önn |
6.önn |
|
Danska | DANS2OM05 | DANS2LN05 | |||||
Enska | ENSK2LS05 | ENSK2RM05 | ENSK3VV05 | Enska á 3.þrepi | |||
Íslenska | ÍSLE2HS05 | ÍSLE2KB05 | Íslenska á 3.þrepi | Íslenska á 3.þrepi | |||
Stærðfræði | STÆF2AM05 | STÆF2LT05 | STÆF2JG05 | STÆF3FD05 | STÆF3ÖT05 | ||
Heilsa og lífstíll | HEIL1HH04 | HEIL1HD04 | |||||
Lífsleikni | LÍFS1SN02 | LÍFS1SN01 | |||||
Menningarlæsi | MELÆ1ML05 | ||||||
Fjármálalæsi | LÍFS1FN04 | ||||||
Náttúrulæsi / landafræði | NÁLÆ1UN05 | NÁLÆ2AS05 | |||||
Lokaverkefni | LOVE3SR05 | ||||||
Bókfærsla | BÓKF1DH05 | BÓKF2FV05 | |||||
Hagfræði | HAGF2RÁ05 | HAGF2ÞE05 | |||||
Viðskiptagreinar | VIÐS2AV03 | VIÐS2PM05 | VIÐS3SS05 | VIÐS1VV05 | |||
Viðskiptagreinaval | valáfangi 5e | valáfangi 5e | valáfangi 5e | ||||
Vöruhönnun | HÖNN3VS05 | ||||||
3.tungumál | 3. tungumál | 3. tungumál | 3. tungumál | ||||
Hreyfing | Hreyfing | Hreyfing | |||||
Óbundið val | 10 einingar | 5 einingar | |||||
Samtals einingar: | 33 | 30 | 35 | 36 | 35 | 31 | 200 |