Fara í efni

Félags- og hugvísindabraut (FÉB)

 

Brautarlýsing

Félags- og hugvísindabraut er ætlað að veita nemendum góða og almenna þekkingu á sviði félags- og hugvísinda. Auk kjarnagreina er lögð áhersla á félags- og hugvísindagreinar s.s. sálfræði, tungumál, félagsfræði, heimspeki og uppeldisfræði, ásamt tölfræði. Brautin er góður undirbúningur fyrir háskólanám m.a. á sviði félags- og hugvísinda.

Nánari upplýsingar um brautina er hægt að nálgast hér.

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði er hægt að nálgast hér.

Námið

Námi á félags- og hugvísindabraut lýkur með stúdentsprófi. Námstími er 3 – 4 ár og ætli nemandi að ljúka námi á 3 árum þarf hann að ljúka 67 einingum að jafnaði á ári. Við námslok skal hlutfall eininga á 1. þrepi vera 17 - 33%, á 2. þrepi 33 - 50% og á 3. þrepi 17 - 33% .

Annarplan

Greinar

1.önn

2.önn

3.önn

4.önn

5.önn

6.önn

 

Íslenska ÍSLE2HS05 ÍSLE2KB05   Íslenska á 3.þrepi Íslenska á 3.þrepi    
Enska ENSK2LS05 ENSK2RM05 ENSK3FV05   Enska á 3.þrepi    
Stærðfræði STÆF2TE05     STÆF2LT05   STÆF3ÖT05  
Danska     DANS2OM05 DANS2LN05      
Heilsa og lífstíll HEIL1HH04 HEIL1HD04          
Náttúrulæsi   NÁLÆ1UN05     NÁLÆ2AS05    
Lokaverkefni           LOVE3SR05  
Lífsleikni LÍFS1SN02 LÍFS1SN01          
Fjármálalæsi LÍFS1FN04            
Félagsfræði FÉLA2MS05 FÉLA2FA05 FÉLA3ML05        
Heimspeki       HEIM2HK05      
Saga   SAGA2SÍ05 SAGA2NM05        
Kynjafræði       KYNJ2KJ05      
Hreyfing     Hreyfing Hreyfing      
3.tungumál     3. tungumál 3. tungumál 3. tungumál    
Félags- og hugvísindagreinaval     x 2 áfangar    x 2 áfangar x 3 áfangar  
Óbundið val       5 einingar 5 einingar 8 einingar  
Samtals einingar: 30 30 36 36 35 33 200

 

 

Námsferilsáætlun

Getum við bætt efni síðunnar?