Náttúruvísindabraut (NÁB)
Brautarlýsing
Náttúruvísindabraut er ætlað að veita nemendum góða og almenna þekkingu á sviði náttúruvísinda. Auk kjarnagreina er lögð áhersla á raungreinar s.s. efnafræði, líffræði, eðlisfræði og jarðfræði auk stærðfræði. Brautin er góður undirbúningur fyrir háskólanám m.a. á sviði heilbrigðis- og raunvísinda.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði er hægt að nálgast hér.
Námið
Náttúruvísindabraut er bóknámsbraut og nám og kennsla fer fyrst og fremst fram í skólanum. Nemendur taka helstu raungreinar og stærðfræði í kjarna og geta síðan valið hvaða greinum náttúruvísinda þeir vilja sérhæfa sig í. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, byggja m.a. á verklegum æfingum og leiðsagnarmati og miðast við að allir nemendur eigi kost á að nýta hæfileika sína og fá endurgjöf á verkefni sín. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og vinnusemi nemenda. Námssamfélagið gengur út á samvinnu kennara og nemenda sem skapar jákvætt og uppbyggilegt umhverfi til náms og starfa.
Annarplan
Greinar |
1.önn |
2.önn |
3.önn |
4.önn |
5.önn |
6.önn |
|
Danska | DANS2OM05 | DANS2LN05 | |||||
Enska | ENSK2LS05 | ENSK2RM05 | ENSK3VG05 | Enska á 3.þrepi | |||
Íslenska | ÍSLE2HS05 | ÍSLE2KB05 | Íslenska á 3.þrepi | Íslenska á 3.þrepi | |||
Stærðfræði | STÆF2RH05 | STÆF2AM05 STÆF2LT05 |
STÆF2VH05 | STÆF3ÖT05 | STÆF3FD05 | STÆF3HD05 | |
Heilsa og lífstíll | HEIL1HH04 | HEIL1HD04 | |||||
Lífsleikni | LÍFS1SN02 | LÍFS1SN01 | |||||
Menningarlæsi | MELÆ1ML05 | ||||||
Fjármálalæsi | LÍFS1FN04 | ||||||
Lokaverkefni | LOVE3SR05 | ||||||
Eðlisfræði | EÐLI2AO05 | EÐLI3VB05 | |||||
Efnafræði | EFNA2ME05 | EFNA3EL05 | |||||
Jarðfræði | JARÐ2EJ05 | ||||||
Líffræði | LÍFF2LK05 | LÍFF3SE05 | |||||
Raungreinaval | Raungrein | Raungrein x 2 áf. | Raungrein | ||||
3.tungumál | 3.tungumál | 3.tungumál | 3.tungumál | ||||
Hreyfing | HREYFING | HREYFING | |||||
Óbundið val | 5 einingar | 13 einingar | |||||
Samtals einingar: | 30 | 35 | 31 | 36 | 35 | 33 | 200 |