Bifvélavirkjun (BVV)
Brautarlýsing
Bifvélavirki er lögverndað starfsheiti og bifvélavirkjun er löggilt iðngrein. Markmið námsins er að gera nemendum kleift að takast á við hin ýmsu viðfangsefni sem bifvélavirkar inna af hendi, það er viðhald, viðgerðir og breytingar á ökutækjum.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði er hægt að nálgast hér.
Námið
Nám í bifvélavirkjun eru sex annir í skóla sem felast í faggreinanámi bifvélavirkjunar auk kjarnagreina sé þeim ekki lokið. Námið felst í bók- og verklegu námi. Námi í skóla lýkur með burtfaraprófi úr framhaldsskóla. Auk þess þarf neminn að ljúka starfsþjálfun á vinnustað undir stjórn meistara áður en hann þreytir sveinspróf í greininni.
Annarplan
Greinar |
1.önn |
2.önn |
3.önn |
4.önn |
Starfsþj |
5.önn |
6.önn |
|
Enska | ENSK2LS05 | |||||||
Íslenska | ÍSLE2HS05 | |||||||
Stærðfræði | STÆF2RH05 | |||||||
Íþróttir | HEIL1HH04 | HEIL1HD04 | ||||||
Lífsleikni | LÍFS1SN02 | LÍFS1SN01 |
||||||
Efnisfræði | EFMA1JS04 | |||||||
Eðlisfræði | EÐLI2AO05 | |||||||
Smíðar | SMÍÐ1NH05 | SMÍÐ2NH05 | ||||||
Vélstjórn | VÉLS1GV05 | |||||||
Grunnteikning | GRUN1FF04 | GRUN2ÚF04 | ||||||
Logsuða | LOGS1PS03 | |||||||
Hlífðargassuða | HLGS2MT03 | HLGS2SF04 | ||||||
Rafmagnsfræði | RAMV1HL05 | RABV2AO05 | RABV2BO05 | RABV3CO05-RABV3AO05 | RABV4AO05-RABV3BO05 | |||
Skyndihjálp | SKYN2EÁ01 | |||||||
Gírkassar | GKKV2AO05 | |||||||
Brunahreyflar | HREV2AO05 | HREV3AO05-HREV3BO05 | HREV4AO05 | |||||
Hemlabúnaður | UHÞV2AO05 | |||||||
Verkstæðisfræði | VSFV2AO05 | |||||||
Miðstöð | MILV3AO05 | |||||||
Drifbúnaður | GKDVBO05 | |||||||
Undirvagn | UFBV2AO05-USTV2AO05 | URHV3AO05 | ||||||
Þjónusta | ÞJÁV2AO05 | |||||||
Rekstrartækni | ROGV2AO03 | |||||||
Raf- og blendings. | RBBV3CO05 | |||||||
Sjálf- og beinskipting | SGBV3AO05 | |||||||
Starfsþjálfun | 90 ein. | |||||||
Einingar | 33 | 28 | 34 | 25 | 90 | 29 | 33 | 272 |
Viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi
Markmið með námsleiðinni er að uppfylla þær lágmarkskröfur sem aðalnámskrá framhaldsskóla setur til stúdentsprófs. Sérhæfing nemandans er fólgin í starfsnámi hans. Áfangar starfsnámsbrautar í þeim greinum sem taldar eru upp hér í töflu teljast með, t.d. ENSK2LS05 og ÍSLE2HS05 sem finna má á flestum starsfnámsbrautum, og þurfa nemendur því aðeins að bæta við sig þeim einingum í töflunni sem þeir hafa ekki þegar lokið í sínu starfsnámi.
Greinar |
||||
Íslenska | ÍSLE2HS05 | ÍSLE2KB05 | Íslenska á 3.þrepi | Íslenska á 3.þrepi |
Enska | ENSK2LS05 | |||
Danska | DANS2OM05 | |||
Stærðfræði | STÆF2xx05 (5 ein/2. þrep) |
|||
Ensku-/stærðfræðival (2./3. þrep) |
ENSK/STÆF 5 einingar |
ENSK/STÆF 5 einingar |
ENSK/STÆF 5 einingar |
|
Bóknámsval | 5 eininga val |