Fara í efni

Matartæknir

Brautarlýsing

Grunnnám matvæla- og ferðagreina er ætlað nemendum sem stefna að frekara námi í matvæla- og ferðagreinum. Námið felur í sér almenna menntun þar sem lögð er áhersla á alhliða þroska nemanda og lýðræðislega virkni. Námið er undirbúningur fyrir iðnnám í matreiðslu, framreiðslu og kjötiðn en einnig er það undirbúningur fyrir frekara nám í matartækni og/eða í ferðaþjónustu.

Að loknu almennu námi matvæla- og ferðagreina geta nemendur hafið nám á þeirri námsleið sem þeir hafa  samning í, þ.e. kjötiðn, framreiðslu eða matreiðslu, en ekki er krafist samnings í matartæknanámi. Matartæknanám hefur verið kennt í lotunámi - hópur hóf námið vorönn 2024 - en framboð á náminu ræðst af mögulegum nemendafjölda. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær nýr hópur fer af stað. 

Efnisgjöld eru innheimt fyrir ákveðna áfanga og má sjá lista yfir það hér.

Inntökuskilyrði 

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Annarplan

Grunnnám matvæla- og ferðagreina (GNV)

Matartæknir (MT)

1.önn 2.önn 3.önn 4.önn 5.önn
ENSK2LS05
ÖRVR2HR02 AFMA1MT04 AFMA2MA04 MANÚ3MN03
IEMÖ1GÆ02
HEIL1HD04 MATR1MG10 HEMF2HF03 MATS3SF10
HEIL1HH04
LÍFS1SN01 NÁTÖ1UT03 MANÚ2GM02
NÆRS3SF05
ÍSLE2HS05
LÍFF2NÆ05 TFAS1ÖU02 MATR2MA10
SFBÓ3SB03
LÍFS1SN02
STÆF2TE05
ÞTBF1ÞT05 MOME2MM02
VÖÞE3VÞ02
VFFM1BK10
VFFM1MF10
SKYN2EÁ01 SSSE2GS04  
ÞJSK1SÞ02
VÞVS1AV04
     
  ÞJSK1VM02
     
         
30 34 24 25 23

 

Síða uppfærð 25.09.2024 (ÓKR )

 

Getum við bætt efni síðunnar?