Fara í efni

Sjúkraliðabraut

Brautarlýsing

Sjúkraliðabraut er ætlað að undirbúa nemendur undir krefjandi störf við hjúkrun, endurhæfingu og forvarnir bæði á heilbrigðisstofnunum og á heimilum fólks þar sem reynir mikið á samskiptafærni og siðferðisvitund starfsmanna. Sjúkraliðanám getur verið góður grunnur fyrir frekara nám í heilbrigðisvísindum.

Nám á sjúkraliðabraut er 205 einingar og útskrifast nemendur með hæfni á 3. þrepi. Námstími er 3 – 4 ár og ætli nemandi að ljúka námi á 3 árum þarf hann að ljúka 68 einingum að jafnaði á ári. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá. Við námslok skal hlutfall eininga á 1. þrepi vera 17 - 33%, á 2. þrepi 33 - 50% og á 3. þrepi 17 - 33%.

Nánari brautarlýsing

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Annarplan

Það skipulag sem sett er fram hér miðast við dagskóla. Skipulag og námsframboð í fjarnámi kann að vera með öðrum hætti og lýtur skilyrðum varðandi nemendafjölda.

  1. önn 2. önn 3. önn 4. önn 5. önn 6. önn
Íslenska ÍSLE2HS05 ÍSLE2KB05        
Enska ENSK2LS05 ENSK2RM05 ENSK3VG05      
Stærðfræði STÆF2TE05          
Danska   DANS2OM05        
Heilsa og lífstíll HEIL1HH04 HEIL1HD04        
Lífsleikni LÍFS1SN02 LÍFS1SN01        
Náttúrulæsi NÁLÆ1UN05          
Menningarlæsi   MELÆ1ML05        
Heilbrigðisfræði HBFR1HH05          
Líffæra-og lífeðlisfræði   LÍOL2SS05 LÍOL2IL05      
Hjúkrun     HJÚK1AG05 HJÚK3ÖH05 HJÚK2HM05 - HJÚK2TV05 HJÚK3FG05 - HJÚK3LO03
Verkleg hjúkrun     HJVG1VG06      
Samskipti     SASK2SS05      
Sálfræði     SÁLF2SÞ05   SÁLF3CC05*  
Sjúkdómafræði     SJÚK2MS05 SJÚK2GH05    
Skyndihjálp     SKYN2EÁ01      
Hreyfing       HREY1YY01**    
Næringarfræði       LÍFF2NÆ05    
Siðfræði heilbrigðisstétta       SIÐF1SÁ05    
Upplýsingatækni       UPPT1ÁH02    
Vinnustaðanám       VINN3ÖH08*** VINN2LS08*** VINN3GH08***
Lyfjafræði         LYFJ2LS05  
Sýklafræði         SÝKL2SS05  
Starfsþjálfun STAF2ÞJ27 - Starfsþjálfun (ferilbók) má hefja eftir að nemandi hefur lokið vinnustaðanámi 4. annar brautar

Nánari útskýringar á vali (samkvæmt brautarlýsingu)

*CC Val í sálfræði

**YY Val í íþróttum

***VINN-áfangar - 4. önn - 3 vikur í byrjun janúar, 5. önn - 3 í vikur í september; 6. önn - 3 vikur í byrjun janúar.

Nauðsynlegt er að nemendur komi til sviðsstjóra og kynni sér ferilbók áður en starfsþjálfunartímabil hefst. Fyrri starfsreynsla fæst ekki metin á móti starfsþjálfun.

Námsferilsáætlun

Viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi

Markmið með námsleiðinni er að uppfylla þær lágmarkskröfur sem aðalnámskrá framhaldsskóla setur til stúdentsprófs. Sérhæfing nemandans er fólgin í starfsnámi hans. Áfangar starfsnámsbrautar í þeim greinum sem taldar eru upp hér í töflu teljast með, t.d. ENSK2LS05 og ÍSLE2HS05 sem finna má á flestum starsfnámsbrautum, og þurfa nemendur því aðeins að bæta við sig þeim einingum í töflunni sem þeir hafa ekki þegar lokið í sínu starfsnámi.

Greinar

       
Íslenska ÍSLE2HS05 ÍSLE2KB05 Íslenska á 3.þrepi Íslenska á 3.þrepi
Enska ENSK2LS05      
Danska DANS2OM05      
Stærðfræði STÆF2xx05
(5 ein/2. þrep)
     
Ensku-/stærðfræðival
(2./3. þrep)
ENSK/STÆF
5 einingar
ENSK/STÆF
5 einingar
ENSK/STÆF
5 einingar
 
Bóknámsval 5 eininga val      

 Síða uppfærð 25.09.2024

Getum við bætt efni síðunnar?