Fara í efni

Íslenskubrú

Brautarlýsing

Námsbrautin er ætluð nemendum af erlendum uppruna með litla sem enga þekkingu á íslensku. Nemendur með annað móðurmál en íslensku hafa ólíkan bakgrunn hvað varðar nám, menningu og tungumál. Þeir hafa mismikla undirstöðu í eigin tungumáli, læsi og námi og eru því misjafnlega undirbúnir að takast á við nýtt tungumál í nýju umhverfi. Þeir hafa einnig verið mislengi á Íslandi og fengið ólík tækifæri til að kynnast íslenskri tungu. Saman fara markmið þar sem leitast er við að þjálfa nemendur í íslensku máli, sem og menningarfærni, og með því stuðla að félagslegri vellíðan nemandans. Þau fela í sér að nýja tungumálið sé lykill að íslensku samfélagi, skólastarfi, atvinnuumhverfi og brúi ólíka menningarheima. Með námi á brautinni er stefnt að því að nemendur verði sem best í stakk búnir til að taka virkan þátt í íslensku, lýðræðislegu þjóðfélagi.

Inntökuskilyrði

Námsbrautin er opin þeim nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku eða að hafa alist upp erlendis.

Sam­kvæmt íslenskum lögum raðast nem­endur í for­gangsröð eftir aldri þannig að þeir yngstu hafa mestan for­gang. Síðastliðin ár hafa nem­endur verið 16–20 ára sem teknir eru inn og fyllt hópana og enginn nem­andi eldri en 20 ára. 

Þeir sem sækja um nám á þessari braut en vita ekki hvaða stig þeir ættu að velja skulu hafa sam­band við Jóhannu Björk Sveinbjörnsdóttur, verkefnastjóri erlendra nema. 

Námið

Íslenskubrú er námsleið sem skipt er á fjórar annir þar sem áherslan er á fjölbreytta íslenskukennslu. Með námi á brautinni er nemendum gert kleift að auka möguleika sína til náms og starfa í íslensku samfélagi. 

Við námslok á íslensku­braut er reiknað með að nem­endur séu und­ir­búnir fyrir frekara nám í íslenskum fram­halds­skólum eða hafi bætt svo mjög íslenskukunn­áttu sína að hún nýtist þeim á vinnu­markaði.

Annarplan

 

Greinar 

1.önn

2.önn

3.önn 

4.önn 

 

 
Enska       ENSK1EN05    
Íslenska bókl. ÍSAN1BA05 ÍSAN1BB05 ÍSAN2BC10 ÍSAN3BD10    
Íslenska tal ÍSAN1TA05 ÍSAN1TB05 ÍSAN2TC05 ÍSAN3TD05    
Heilsa og lífsstíll HEIL1HH04 HEIL1HD04        
Íslenska verkleg NÁSS1SÖ06          
Hreyfing     Hreyfing Hreyfing    
Lífsleikni LÍFS1AA02 LÍFS1AB02        
Menningarlæsi   ÍSAN1ML05        
Náttúrulæsi     ÍSAN1NL05      
Námsstuðningur     STUÐ1AA01 STUÐ1BB01    
Stærðfræði   ÍSAN1ST05        
Upplýsingatækni ÍSAN1UT03          
Frjálst val     5 einingar 10 einingar    
Einingar samtals 25 26 27 32 110  

 

Getum við bætt efni síðunnar?