Íslenskubrú
Brautarlýsing
Námsbrautin er ætluð nemendum af erlendum uppruna með litla sem enga þekkingu á íslensku. Nemendur með annað móðurmál en íslensku hafa ólíkan bakgrunn hvað varðar nám, menningu og tungumál. Þeir hafa mismikla undirstöðu í eigin tungumáli, læsi og námi og eru því misjafnlega undirbúnir að takast á við nýtt tungumál í nýju umhverfi. Þeir hafa einnig verið mislengi á Íslandi og fengið ólík tækifæri til að kynnast íslenskri tungu. Saman fara markmið þar sem leitast er við að þjálfa nemendur í íslensku máli, sem og menningarfærni, og með því stuðla að félagslegri vellíðan nemandans. Þau fela í sér að nýja tungumálið sé lykill að íslensku samfélagi, skólastarfi, atvinnuumhverfi og brúi ólíka menningarheima. Með námi á brautinni er stefnt að því að nemendur verði sem best í stakk búnir til að taka virkan þátt í íslensku, lýðræðislegu þjóðfélagi.
Inntökuskilyrði
Námsbrautin er opin þeim nemendum af erlendum uppruna sem hafa litla sem enga kunnáttu í íslensku og náð hafa framhaldsskólaaldri.
Námið
Íslenskubrú er námsleið sem skipt er á fjórar annir þar sem áherslan er á fjölbreytta íslenskukennslu. Með námi á brautinni er nemendum gert kleift að auka möguleika sína til náms og starfa í íslensku samfélagi. Að námi loknu útskrifast nemendur með 110 einingar og geta í framhaldinu sótt um annað nám á framhaldsskólastigi.
Annarplan
Greinar |
1.önn |
2.önn |
3.önn |
4.önn |
|
|
Enska | ENSK1EN05 | |||||
Íslenska bókl. | ÍSAN1BA05 | ÍSAN1BB05 | ÍSAN2BC10 | ÍSAN3BD10 | ||
Íslenska tal | ÍSAN1TA05 | ÍSAN1TB05 | ÍSAN2TC05 | ÍSAN3TD05 | ||
Heilsa og lífsstíll | HEIL1HH04 | HEIL1HD04 | ||||
Íslenska verkleg | NÁSS1SÖ06 | |||||
Hreyfing | Hreyfing | Hreyfing | ||||
Lífsleikni | LÍFS1AA02 | LÍFS1AB02 | ||||
Menningarlæsi | ÍSAN1ML05 | |||||
Náttúrulæsi | ÍSAN1NL05 | |||||
Námsstuðningur | STUÐ1AA01 | STUÐ1BB01 | ||||
Stærðfræði | ÍSAN1ST05 | |||||
Upplýsingatækni | ÍSAN1UT03 | |||||
Frjálst val | 5 einingar | 10 einingar | ||||
Einingar samtals | 25 | 26 | 27 | 32 | 110 |