Húsasmíði (HÚ)
Brautarlýsing
Húsasmiður er lögverndað starfsheiti og húsasmíði er löggild iðngrein. Markmið námsins er að gera nemendum kleift að takast á við þau viðfangsefni sem húsasmiðir inna af hendi, þ.e. nýsmíði og viðhald mannvirkja, bæði stór og smá. Námið samanstendur af bóklegu námi í skóla og verklegu námi á vinnustöðum. Nám sem fer fram á vinnustað er samtvinnað bóklega náminu út námstímann og hefur að markmiði að þjálfa nemendur í vinnuferlum, auka vinnufærni þeirra á atvinnumarkaði, þjálfa samvinnu á vinnustað og auka getu nemenda til þess að takast á við raunverulegar aðstæður úti í atvinnufyrirtækjum.
Fyrsta önnin felst í aðfararnámi byggingagreina, þ.e. húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðn, múrsmíði, pípulagningum og dúkalögn. Önnin er sameiginlegur grunnur fyrir byggingagreinarnar og inniheldur kjarnagreinar og iðnnámsgreinar, bæði bóklegar og verklegar. Næstu fjórar annir innihalda faggreinar (iðnnámsgreinar) í húsasmíði, auk kjarnagreina sé þeim ólokið. Námið felst í bóknámi og verknámi í skóla og starfsþjálfun á vinnustað (rafræn ferilbók). Náminu lýkur með burtfararprófi úr framhaldsskóla.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði er hægt að nálgast hér.
Annarplan
|
GNB |
|
|
|
|
|
|
Greinar |
1.önn |
2.önn |
3.önn |
4.önn |
5.önn |
6.önn |
|
Enska | ENSK2LS05 | ||||||
Íslenska | ÍSLE2HS05 | ||||||
Stærðfræði | STÆF2RH05 | ||||||
Íþróttir | HEIL1HH04 | HEIL1HD04 | |||||
Lífsleikni | LÍFS1SN02 | LÍFS1SN01 | |||||
Skyndihjálp | SKYN2EÁ01 | ||||||
Áætlanir og gæðas. | ÁÆST3VG05 | ||||||
Burðarvirki | BURÐ3BK03 | ||||||
Efnisfræði | EFRÆ1BV05 | ||||||
Framkvæmdir | FRVV1SR03 | ||||||
Grunnteikning | GRUN1FF04 | GRUN2ÚF04 | |||||
Innanhúsklæðingar | INNA2IK03 | ||||||
Lokaverkefni | LOVE3ÞR06 | ||||||
Mótavinna | MÓTA3US03 | ||||||
Teikningar | TEIV2BT05 | TEIV2GH05 | TEIV3ÞT05 | ||||
Trésmíði | TRÉS1AB01-TRÉS1SL06 | TRÉS2NT04-TRÉS2PH10 | TRÉS2II10 | TRÉS3SH03 | |||
Timburhús | TIMB3VS10 | ||||||
Tölvustýrðar vélar | TSVÉ2FT02 | ||||||
Starfsþjálfun | STAÞ2HS20-STAÞ2HS30-STAÞ3HS30 | ||||||
Viðhald | VIÐB3VE03 | ||||||
Frjálst val | 5 ein. | ||||||
Einingar | 30 | 29 | 25 | 23 | 80 | 25 | 212 |
Viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi
Markmið með námsleiðinni er að uppfylla þær lágmarkskröfur sem aðalnámskrá framhaldsskóla setur til stúdentsprófs. Sérhæfing nemandans er fólgin í starfsnámi hans. Áfangar starfsnámsbrautar í þeim greinum sem taldar eru upp hér í töflu teljast með, t.d. ENSK2LS05 og ÍSLE2HS05 sem finna má á flestum starsfnámsbrautum, og þurfa nemendur því aðeins að bæta við sig þeim einingum í töflunni sem þeir hafa ekki þegar lokið í sínu starfsnámi.
Greinar |
||||
Íslenska | ÍSLE2HS05 | ÍSLE2KB05 | Íslenska á 3.þrepi | Íslenska á 3.þrepi |
Enska | ENSK2LS05 | |||
Danska | DANS2OM05 | |||
Stærðfræði | STÆF2xx05 (5 ein/2. þrep) |
|||
Ensku-/stærðfræðival (2./3. þrep) |
ENSK/STÆF 5 einingar |
ENSK/STÆF 5 einingar |
ENSK/STÆF 5 einingar |
|
Bóknámsval | 5 eininga val |