Fara í efni

Listnám - kvöldskóli

Lýsing

Námið er tveggja anna nám sem miðar að því að opna heim sjónlista fyrir nemendum og undirbúa þá fyrir nám á háskólastigi á sviði skapandi greina sem byggja á sjónlistagrunni.  Nemendum gefst tækifæri til að efla færni sína á ýmsum sviðum sjónlista. Áhersla er lögð á að opna gáttir inn í heim sjónræns tungumáls og skapandi vinnu. Verkleg framkvæmd er í fyrirrúmi og að nemendur finni eigin farveg og áhugasvið í sjálfstæðri sköpun. Þeir vinna ferlimöppu sem nýtist þeim við umsókn um framhaldsnám í listum og/eða hönnun á háskólastigi.

Inntökuskilyrði

Æskilegt er að nemandi hafi lokið stúdentsprófi (eða öðru námi á 3.þrepi), kominn áleiðs í námi eða hafi annan undirbúning sem gæti talist sambærilegur. Verði umsóknir fleiri en nemapláss verður horft til fyrra náms og annars undirbúnings við inntöku.

Skipulag

Námið er kvöldnám. Kennt verður þrjá daga vikunnar, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá 16:20 til 21:00.

Innritunargjald er 106.000 kr. á 1.önn og 82.500 kr. á 2.önn

Hér er hægt að sækja um námið. Umsóknartímabil er frá 2.maí - 23.maí

Annarskipulag

1.ÖNN 2.ÖNN
 SJÓN1LF05  LIME3MU05
 SJÓN1TF05  LISA3NÚ05
 HUGM2HÚ05  FORM1FH03
 MARG2HG03  MYNL2ÞF05
 HÖTE3HS05  FABL2FL05
 LIME2ML05  MYNL2GR05
 HÖNN3VS05  FEMA3FM02
 LISA2RA05  VSTÆ3FL03*
   VSTÆ3RÝ03*
   VSTÆ3TÍ03*
38 einingar 33 einingar

*Nemendur velja einn af VSTÆ áföngunum.

Getum við bætt efni síðunnar?