Fara í efni

Sérnámsbraut (SNB)

Brautarlýsing

Sérnámsbraut er fyrir nemendur sem hafa verið í námsverum eða í sérdeildum í grunnskólum og/eða haft aðlagað námsúrræði í almennum bekkjum grunnskóla. Nemendur þurfa að hafa viðurkennd greiningargögn til að komast inn á brautina. Markmið sérnámsbrautar er að undirbúa nemendur undir lífið; þátttöku í atvinnulífinu, sjálfstæða búsetu og/eða frekara nám. Nemendahópurinn er breiður og námið og/eða hæfniviðmiðin eru einstaklingsmiðuð. Unnið er út frá styrkleikum hvers og eins og áhersla er á að efla sjálfsmynd nemenda. Að námi loknu eiga nemendur að hafa fengið almennan undirbúning fyrir lífið og í grunnþáttum menntunar. Námið er á fyrsta þrepi, þ.e. almenn og hagnýt þekking sem miðast við stöðu hvers og eins. Ekkert er því til fyrirstöðu að nemandi geti tekið áfanga á öðrum námsþrepum og námsbrautum, þ.e. ef þeir hafa áhuga og hæfni til þess. Nám á sérnámsbraut miðast við 8 samfelldar annir frá útskrift úr grunnskóla, þar sem námið er einstaklingsmiðað geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi á tímabilinu. Leitast verður við að hafa námið sem fjölbreyttast og þverfaglegt innan brautar og í samstarfi við aðrar brautir.

Nánari upplýsingar um brautina er hægt að nálgast hér.

Inntökuskilyrði

Nemendur þurfa að hafa viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992.

Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði er hægt að nálgast hér

Annarplan

Greinar

1.önn

2.önn

3.önn

4.önn

5.önn

6.önn

7.önn

8.önn

 

 

Bílprófsundirbúningur BÍLP1BB02Z                  
Enska ENSK1FÖ02Z ENSK1DO02Z       ENSK1TK02Z        
Fjármálalæsi             FÉLÆ1FL02Z      
Heilbrigðisfræði     HBFR1GH01Z HBFR1KS01Z HBFR1SS01Z HBFR1FL01Z HBFR1KJ01Z HBFR1PH01Z    
Heimilisfræði         HEFR1HL02Z          
Heimilishald               HEHA1DR01Z    
Íslenska ÍSLE1**02Z ÍSLE1**02Z ÍSLE1**02Z ÍSLE1**02Z ÍSLE1**02Z ÍSLE1**02Z ÍSLE1**02Z ÍSLE1**02Z    
Íþróttir HREY1AG01Z HREY1JN01Z HREY1ÞS01Z HREY1LE01Z            
Líffræði           NÁLÆ1ML02Z        
Lífsleikni LÍFS1ÞS01Z LÍFS1EN01Z LÍFS1SU1Z LÍFS1DM01Z            
Lokaverkefni               LOVE1SN01Z    
Menningalæsi     SAFS1NÍ02Z SAFS1EU02Z            
Næringarfræði         LÍFF1NF01Z          
Náms- og starfsfr.         STAR1ÖS02Z STAR1FH02Z STAR1RV03Z STAR1SV03Z    
Náttúrulæsi NÁLÆ1SA02Z NÁLÆ1DP02Z                
Saga             SAGA1SÍ02Z      
Stærðfræði     STÆF1ÞS02Z STÆF1AS02Z STÆF1PV02Z          
Upplýsingatækni UPPT1EF01Z   UPPT1GÁ01Z UPPT1LM01Z     UPPT1FO01Z      
Verknámskynning NÁSS1SÖ06*                  
Samtals einingar                    

Val fyrir vorönn 2025

Val fyrir nemendur á 1. námsári

Val fyrir nemendur  á 2. námsári

Val fyrir nemendur á 3. og 4. námsári

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?