Fara í efni

Blikksmíði

Brautarlýsing

Markmið náms í blikksmíði er að gera nemendum kleift að takast á við þau viðfangsefni sem blikksmiðir inna af hendi, þ.e. hönnun, smíði og uppsetning mannvirkjaklæðninga og loftræstikerfa auk þjónustu og viðhalds. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í blikksmíði og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Nánari upplýsingar varðand brautarlýsingu er hægt að nálgast hér

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Námið

Nám á málm- og véltæknibraut er 235 einingar. Kjarni brautarinnar er 105 einingar, kjörsvið 45 einingar og starfsþjálfun 80 einingar. Nemendur velja 5 einingar í bundnu áfangavali. Námslok eru á þriðja hæfniþrepi.

Heildarnámstími er fjögur ár. Gert er ráð fyrir að námi í skóla geti vel undirbúinn nemandi lokið á þremur árum (sex önnum). Nemendur geta lokið hluta af starfsþjálfun sinni samhliða skóla og þannig stytt námstímann.

Annarplan

 Nánari upplýsingar varðandi blikksmíði veitir sviðsstjóri verknáms

Getum við bætt efni síðunnar?