Listnáms- og hönnunarbraut - Fata- og textíllína (LTB) - (eldri braut - ekki innritað á braut)
Brautarlýsing
Með námi á listnáms- og hönnunarbraut er lagður grunnur að listiðkun og frekara námi í listgreinum í sérskólum eða í skólum á háskólastigi. Í kjarna listnáms- og hönnunarbrautar læra nemendur um grunnatriði sjónlista, listasögu og menningarlæsi. Á fata - og textíllínu er áhersla lögð á listgreinar á sviði textílhönnunar og sérstaklega yfirborðshönnun efna. Auk þessa stunda nemendur almennt bóklegt nám.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði er hægt að nálgast hér.
Námið
Námi á fata- og textílbraut lýkur með stúdentsprófi. Brautin er 202 einingar og útskrifast nemendur með hæfni á 3. þrepi. Námstími er 3 – 4 ár og ætli nemandi að ljúka námi á 3 árum þarf hann að ljúka 67 einingum á ári að jafnaði. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá. Við námslok skal hlutfall eininga á 1. þrepi vera 17 – 33% , á 2. þrepi 33 – 50% og á 3. þrepi 17 – 33%. Nemanda er heimilt að útskrifast með allt að 10% eininga á 4. þrepi.
Annarplan
Greinar |
1.önn |
2.önn |
3.önn |
4.önn |
5.önn |
6.önn |
|
Danska | DANS2OM05 | DANS2LN05 | |||||
Enska | ENSK2LS05 | ||||||
Íslenska | ÍSLE2HS05 | ÍSLE2KB05 | Íslenska á 3.þrepi | Íslenska á 3.þrepi | |||
Stærðfræði | STÆF2TE05 | ||||||
Heilsa og lífstíll | HEIL1HH04 | HEIL1HD04 | |||||
Lífsleikni | LÍFS1SN02 | LÍFS1SN01 | |||||
Fjármálalæsi | LÍFS1FN04 | ||||||
Náttúrulæsi | NÁLÆ1UN05 | ||||||
Lokaverkefni | LOVE3LI05 | ||||||
Ensku-/stærðfræðival | ENSK/STÆF 5 einingar |
ENSK/STÆF 5 einingar |
ENSK/STÆF 5 einingar |
||||
Bóknámssérhæfing | BKNS 5 ein. | BKNS 5 ein. | BKNS 5 ein. | ||||
Ferilmappa | FEMA3FM02 | ||||||
Heimspeki | HEIM2HK05 | ||||||
Hugmyndavinna | HUGM2HÚ05 | ||||||
Listasaga | LISA1HN05 | LISA2RA05 | LISA3TB05 | ||||
Listir og menning | LIME2ML06 | LIME2MU04 | |||||
Margmiðlun | MARG1MV03 | ||||||
Hönnun og textíll (* 5. önn - val milli tveggja áfanga; PH/MV) |
HÖTE2FA06 | HÖTE2ET10 HÖTE3HS05 |
HÖTE2VE06 HÖTE3BT07 HÖTE3ST06 |
HÖTE3VE05 MYNL2ÞF05 *HÖTE2PH05 / MV05 |
|||
Sjónlistir | SJÓN1TF05 SJÓN1LF05 |
||||||
Hreyfing | HREYFING | HREYFING | |||||
Samtals einingar | 32 | 33 | 36 | 35 | 35 | 31 | 202 |