Náttúruvísindabraut - Búfræðisvið
Brautarlýsing
Landbúnaðarháskóli Íslands og Verkmenntaskólinn á Akureyri standa saman að námbraut þar sem nemendur hafa kost á að útskrifast með stúdentspróf frá VMA og búfræðipróf frá LbhÍ. Náttúruvísindabraut með búfræðisviði er ætlað að veita nemendum undirbúning undir háskólanám í náttúru- og búvísindum og tekur það að jafnaði 4 ár. Nemendur taka tvö fyrstu árin (4 annir) í VMA þar sem megináherslan er á kjarnagreinar til stúdentsprófs og valdar greinar á sviði raungreina. Seinni tvö árin taka nemendur við búfræðibraut Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nemendur brautskrást með stúdentspróf frá VMA og búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Þær skyldugreinar sem nemendur þurfa að taka við Landbúnaðarháskóla Íslands eru eftirfarandi: Búfræðigreinar (10 f-ein), búfjárgreinar (27 f-ein), bútæknigreinar (20 f-ein), búrekstrargreinar (16 f-ein), jarðræktar- og gróðuráfangar (20 f-ein) og valgreinar (27 f-ein). Sjá nánar á heimasíðu Lbhí.
Ahugið að nemendur geta einnig tekið áfanga til undirbúnings fyrir nám í búfræði og til að ljúka viðbótarnámi til súdentsprófs að loknu starfsnámi án þess að til komi sérhæfing í náttúruvísindagreinum.
Nánari upplýsingar um brautina er hægt að nálgast hér.
Nemendur sækja um Náttúruvísindabraut og setja "Búfræði" í athugasemd við umsókn.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið. Athugið að inntaka á náttúruvísindabraut VMA tryggir ekki inntöku í LbHÍ.
Nemendur sækja um Náttúruvísindabraut og setja "Búfræði" í athugasemd við umsókn.
Námið
Náttúruvísindabraut - búfræðisvið er fyrst og fremst verkefnamiðað bóklegt nám. Nemendur taka helstu raungreinar og stærðfræði í kjarna og taka síðan sérhæfðar greinar við LbhÍ. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, byggja m.a. á verklegum æfingum og leiðsagnarmati og miðast við að allir nemendur eigi kost á að nýta hæfileika sína og fá endurgjöf á verkefni sín. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og vinnusemi nemenda. Námssamfélagið gengur út á samvinnu kennara og nemenda sem skapar jákvætt og uppbyggilegt umhverfi til náms og starfa.
Annarplan
Greinar |
1.önn |
2.önn |
3.önn |
4.önn |
5.-8. önn |
Bókfærsla | BÓKF1DH05 | LbHÍ | |||
Danska | DANS2OM05 | ||||
Enska | ENSK2LS05 | ENSK2RM05 | ENSK3VG05 | ||
Íslenska | ÍSLE2HS05 | ÍSLE2KB05 | Íslenska á 3.þrepi | Íslenska á 3.þrepi | |
Stærðfræði | STÆF2RH05 | STÆF2AM05 | STÆF2VH05 | STÆF3FD05 | |
Heilsa og lífstíll | HEIL1HH04 | HEIL1HD04 | |||
Lífsleikni | LÍFS1SN02 | LÍFS1SN01 | |||
Menningarlæsi | MELÆ1ML05 | ||||
Eðlisfræði | EÐLI2AO05 | ||||
Efnafræði | EFNA2ME05 | EFNA2EL05 | |||
Jarðfræði | JARÐ2EJ05 | ||||
Líffræði | LÍFF2LK05 | LÍFF3SE05 | |||
Skyndihjálp | SKYN2EÁ01 | ||||
Samtals einingar | 26 | 30 | 30 | 26 |