Fara í efni

Náttúruvísindabraut - Búfræðisvið

Brautarlýsing

Landbúnaðarháskóli Íslands og Verkmenntaskólinn á Akureyri standa saman að námbraut þar sem nemendur hafa kost á að útskrifast með stúdentspróf frá VMA og búfræðipróf frá LbhÍ. Náttúruvísindabraut með búfræðisviði er ætlað að veita nemendum undirbúning undir háskólanám í náttúru- og búvísindum og tekur það að jafnaði 4 ár. Nemendur taka tvö fyrstu árin (4 annir) í VMA þar sem megináherslan er á kjarnagreinar til stúdentsprófs og valdar greinar á sviði raungreina. Seinni tvö árin taka nemendur við búfræðibraut Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nemendur brautskrást með stúdentspróf frá VMA og búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Þær skyldugreinar sem nemendur þurfa að taka við Landbúnaðarháskóla Íslands eru eftirfarandi: Búfræðigreinar (10 f-ein), búfjárgreinar (27 f-ein), bútæknigreinar (20 f-ein), búrekstrargreinar (16 f-ein), jarðræktar- og gróðuráfangar (20 f-ein) og valgreinar (27 f-ein). Sjá nánar á heimasíðu Lbhí.

Ahugið að nemendur geta einnig tekið áfanga til undirbúnings fyrir nám í búfræði og til að ljúka viðbótarnámi til súdentsprófs að loknu starfsnámi án þess að til komi sérhæfing í náttúruvísindagreinum.

Nánari upplýsingar um brautina er hægt að nálgast hér.

Nemendur sækja um Náttúruvísindabraut og setja  "Búfræði" í athugasemd við umsókn.

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið. Athugið að inntaka á náttúruvísindabraut VMA tryggir ekki inntöku í LbHÍ.

Nemendur sækja um Náttúruvísindabraut og setja "Búfræði" í athugasemd við umsókn.

Námið

Náttúruvísindabraut - búfræðisvið er fyrst og fremst verkefnamiðað bóklegt nám. Nemendur taka helstu raungreinar og stærðfræði í kjarna og taka síðan sérhæfðar greinar við LbhÍ. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, byggja m.a. á verklegum æfingum og leiðsagnarmati og miðast við að allir nemendur eigi kost á að nýta hæfileika sína og fá endurgjöf á verkefni sín. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og vinnusemi nemenda. Námssamfélagið gengur út á samvinnu kennara og nemenda sem skapar jákvætt og uppbyggilegt umhverfi til náms og starfa.

Annarplan

Greinar

1.önn

2.önn

3.önn

4.önn

5.-8. önn

Bókfærsla   BÓKF1DH05     LbHÍ
Danska     DANS2OM05    
Enska ENSK2LS05 ENSK2RM05   ENSK3VG05  
Íslenska ÍSLE2HS05 ÍSLE2KB05 Íslenska á 3.þrepi Íslenska á 3.þrepi  
Stærðfræði STÆF2RH05 STÆF2AM05 STÆF2VH05 STÆF3FD05  
Heilsa og lífstíll HEIL1HH04 HEIL1HD04      
Lífsleikni LÍFS1SN02 LÍFS1SN01      
Menningarlæsi   MELÆ1ML05      
Eðlisfræði     EÐLI2AO05    
Efnafræði     EFNA2ME05 EFNA2EL05  
Jarðfræði JARÐ2EJ05        
Líffræði     LÍFF2LK05 LÍFF3SE05  
Skyndihjálp       SKYN2EÁ01  
Samtals einingar 26 30 30 26  
Getum við bætt efni síðunnar?