Fara í efni

Starfsþjálfun / Ferilbók

 Hvernig á að sækja um til að hefja starfsþjálfun og stofna ferilbók

Nem­endur Verkmenntaskólans sem óska eftir að fara hefja vinnustaðanám sækja um á heimasíðu skólans.  Þar sækja nemendur um ferilbók og þegar umsóknin er kominn samþykkir skólinn umsóknina.  Til að hægt sé að sækja um þarf nemandinn hafa meistara sem skráður er á birtingakrá.

Birtingaskrá – Leiðbeiningar fyrir fyrirtæki
Birtingaskrá – Skráning í ferilbók
Kennslumyndband fyrir tilsjónaraðila

Hæfni­kröfur sem nem­andi upp­fyllir ræður tíma­lengd vinnustaðanáms. Vinnu­staða­nám getur þó aldrei orðið lengra en upp­gefin tíma­mörk í náms­brauta­lýs­ingum viðkom­andi greinar. Vinnustaðanámi telst lokið þegar hæfni nem­anda er náð sam­kvæmt fer­ilbók.
Grunn­reglan er áfram sú að nem­endur sæki sitt vinnustaðanám undir handleiðslu meistara/tilsjónarmanns á vinnustað.
Í samn­ingsleið er gerður samn­ingur milli skóla, nem­anda og iðnmeistara/​fyr­ir­tækis/​stofn­unar um vinnu­staða­nám nem­andans sam­kvæmt hæfni­kröfum fer­il­bókar. Ekki er skilyrði að einn vinnustaður taki að sér alla þætti fer­il­bóka. Tvö eða fleiri fyr­ir­tæki geta skipt með sér verkþáttum fer­il­bókar og er náms­samn­ingur und­ir­ritaður í sam­ræmi við það. Samn­ing­urinn er raf­rænn og stofnaður og und­ir­ritaður í fer­ilbók.  

 Skráning fyrirtækja/meistara/stofnana

Fyrirtæki sem bjóða upp á vinnustaðanám þurfa að vera skráð í birtingaskrá ferilbókar áður en gengið er frá samningi. Fyr­ir­tæki sækir um aðgang að fyr­ir­tækja­hluta raf­rænnar fer­il­bókar og stofnar umsókn til þess að geta tekið nem­endur á samning. Sótt er um á vefnum ferilbok-vinnustadir.inna.is og fær Mennta­mála­stofnun umsóknina til afgreiðslu.

Birtingaskrá – Leiðbeiningar fyrir fyrirtæki
Birtingaskrá – Skráning í ferilbók
Kennslumyndband fyrir tilsjónaraðila

Ný reglugerð um vinnustaðanám tók gildi 1. ágúst 2021. Vinnustaðanám er hluti af náms­skipu­lagi þeirra nem­enda sem hófu nám á haustönn 2021. Frá þeim tíma sjá fram­halds­skólar um gerð og staðfest­ingu vinnustaðanáms­samn­inga og hafa eft­irlit með þeim. Sjá nánari upp­lýs­ingar ferilbók

Nánari upplýsingar veitir Unnur Ása Atladóttir, sviðsstjóri  starfsnámsbrauta unnur.asa.atladottir@vma.is

Getum við bætt efni síðunnar?