Verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli formlega opnað
Friðrik Gunnarsson formaður Þórdunu, Sigríður Huld skólameistari, Sveina Björg Jóhannesdóttir kennari og Eiríkur Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri hlupu með fána verkefnisins hringinn í kringum skólann og voru dyggilega hvött áfram af nemendum og kennurum. Að því loknu drógu bæjarstjóri og formaður nemendafélagsins fána verkefnisins að húni og Sigríður Huld og Kristján Þór Magnússon verkefnastjóri frá embætti Landlæknis fluttu smá hvatningarræður til nemenda. Starfsfólk og nemendur gátu síðan notið hollra veitinga í boði Lostætis og hlustað á tónlist sem flutt var af ungum Akureyringum í hljómssveit sumarvinnuskólans. Að lokum afhjúpuðu Una Sigurliðadóttir fulltrúi á skrifstofu VMA og Hrund Thorlacius Íslandsmeistari í íshokkí og fulltrúi nemenda skjöld verkefnisins sem settur var upp við skrifstofu nemendafélagsins.
Skólameistari var afar ánægður með þátttöku starfsmanna og nemenda í þessari hátíð sem tókst í alla staði vel og vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa lagt hönd á plóginn í þessu verkefni sem er komið til að vera í VMA
Myndir frá hátíðinni eru hér