Rafvirki - samningsleið (Staðfestingarnúmer 289)
Nám á rafvirkjabraut er bæði verklegt og bóklegt og er ætlað að veita nemendum iðnmenntun í rafvirkjun. Námið samanstendur af bóklegum og verklegum áföngum í rafvirkun og almennum áföngum í bóklegum greinum sem veita undirstöðuþekkingu. Nám á rafvirkjun er 260 eininga löggilt iðnnám sem lýkur með burtfararprófi á 3. þrepi. Námið skiptist í bóklegt og verklegt nám í skóla og starfsþjálfun á vinnustað 48 vikur. Að námi og starfsþjálfun loknu útskrifast nemandi með prófskírteini sem vottar að hann hafi lokið námi með fullnægjandi árangri. Að fengnu prófskírteini sem vottar útskrift af viðkomandi námsbraut og vottorði um að starfsþjálfun sé lokið getur nemandi sótt um að taka sveinspróf sem leiðir til útgáfu sveinsbréfs.
Forkröfur
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Skipulag
Nám í rafvirkjun er bæði bóklegt og verklegt. Námið er 260 einingar og skipulagt sem 6 annir í skóla og 48 vikna starfsþjálfun. Námi lýkur á þriðja þrepi. Nemendur geta einnig stefnt að stúdentsprófi samhliða námi. Að námi loknu útskrifast nemandi með prófskírteini sem vottar að hann hafi lokið námi með fullnægjandi árangri.
Námsmat
Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsmatsreglum skólans.
Reglur um námsframvindu
Námstími er 3 ár í skóla og 48 vikur í starfsþjálfun. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá.
Hæfnisviðmið
- setja upp og hafa eftirlit með raflögnum og rafbúnaði í byggingum, skipum, bátum og raforkudreifikerfum, í samræmi við gildandi reglugerðir og staðla.
- annast viðhald rafvéla og raftækja ásamt nýlögnum og rekstri rafkerfa í farartækjum á sjó og landi.
- lesa raflagnateikningar vegna uppsetningar, bilanaleitar og viðhalds rafbúnaðar. Hann getur útskýrt virkni búnaðarins út frá teikningunum og magntekið og unnið verkáætlanir eftir þeim.
- þekkja búnað raftækja, rafvéla, iðntölvustýringa, stýribúnaðar og forritanlegra raflagnakerfa og annast uppsetningu þeirra og viðhald.
- nýta grunnþekkingu á vélbúnaði og hugbúnaði tölvukerfa og þekkja helstu hugtök er varða lýsingartækni og ákvarða lýsingarþörf við mismunandi aðstæður.
- nota viðeigandi mælitæki við störf sín, gera bilanaleit og gera við rafbúnað og raflagnir.
- trygga öryggi og viðhafa viðeigandi varnarráðstafanir í rafiðnaði og þekkja tengsl við eftirlitsstofnanir vegna eftirlits og öryggismála.
- sýna fagmennsku og siðferðisvitund við allar aðstæður og geta viðhaldið faglegri þekkingu sinni með námskeiðum, öflun upplýsinga á internetinu og með öðrum hætti, á íslensku og a.m.k. einu erlendu tungumáli.
- tjá sig af öryggi, munnlega og skriflega, s.s. með verkdagbókum, vinnuseðlum og skýrslum.
- vinna sjálfstætt, meta eigin getu og forgangsraða viðfangsefnum, greina hvaða aðferðir eiga við hverju sinni og rökstyðja aðferðir sem hann notar.
- leiðbeina öðrum, sýna leikni í samstarfi og samskiptum við samstarfsfólk og taka fullt tillit til þarfa viðskiptavina og aðstæðna.
- þekkja skipulag og uppbyggingu fyrirtækja og stofnana rafiðnaðarmanna og gera sér grein fyrir hlutverki þeirra.
Námsgrein | 1. þrep | 2. þrep | 3. þrep | ||
---|---|---|---|---|---|
Enska | ENSK | 2LS05 | 0 | 5 | 0 |
Forritanleg raflagnakerfi | FRLV | 3DE05(AV) | 0 | 0 | 5 |
Heilsufræði | HEIF | 1HN02(AV) 1HN02(AV) | 4 | 0 | 0 |
Heilsa, lífsstíll | HEIL | 1HH02 1HH02(AV) | 4 | 0 | 0 |
Íslenska | ÍSLE | 2HS05(AV) | 0 | 5 | 0 |
Lífsleikni | LÍFS | 1SN01 1SN02 | 3 | 0 | 0 |
Lýsingartækni | LÝSV | 3LL05(AV) | 0 | 0 | 5 |
Mekatronik | MEKV | 1ST03(AV) 1TN03(AV) 2TK03(AV) 2ÖH03(AV) | 6 | 6 | 0 |
Raflagnir | RALV | 1RT03(AV) 1RÖ03(AV) 2TF03(AV) 2TM03(AV) 3IT05 3RT05(AV) | 6 | 6 | 10 |
Rafmagnsfræði | RAMV | 1HL05 2RS05 2ÞS05 3RD05 3RM05 3RR05(AV) | 5 | 10 | 15 |
Raflagnastaðall | RASV | 3ST05(AV) | 0 | 0 | 5 |
Raflagnateikning | RLTV | 2HT05 3KS05 | 0 | 5 | 5 |
Rafvélar | RRVV | 2RS05 | 0 | 5 | 0 |
Rafeindatækni | RTMV | 2DA05(AV) 2DT05(AV) | 0 | 10 | 0 |
Stýringar og rökrásir | RÖKV | 1RS03(AV) 2LM03(AV) 2SK05(AV) 3HS05(AV) 3SF03(AV) | 3 | 8 | 8 |
Skyndihjálp | SKYN | 2EÁ01 | 0 | 1 | 0 |
Starfsþjálfun | STAÞ | 1SR20(AV) 2SR20(AV) 2SR20(AV) 3SR20 | 20 | 40 | 20 |
Stærðfræði | STÆF | 2AM05 2RH05 | 0 | 10 | 0 |
Verktækni grunnáms | VGRV | 1ML05 1RS03(AV) 2PR03(AV) 3TP03 | 8 | 3 | 3 |
Smáspennuvirki | VSMV | 1TN03(AV) 2NT03(AV) 3ÖF03(AV) | 3 | 3 | 3 |
Einingafjöldi | 258 | 62 | 117 | 79 |