Fara í efni

STAR1ST04(AV) - Náms og starfsfræðsla með áherslu á byrjun starfsferils

Starfsferill

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Forkröfur: Að hafa lokið sem svarar a.m.k. fjögurra anna námi
Í áfanganum kynnast nemendur helstu atvinnufyrirtækjum í nærsamfélaginu og þeim möguleikum sem þau bjóða upp á með tilliti til atvinnuþátttöku. Nemendur fá kynningu á helstu reglum (skrifuðum sem óskrifuðum) sem gilda á vinnustöðum og farið verður yfir almenn samskipti á vinnustað. Nemandinn fær tækifæri til að víkka reynsluheim sinn með þvi að upplifa og kynnast margvíslegum störfum. Nemandinn undirbýr og vinnur úr starfsnámi og vettvangsheimsóknum sem hann tekur þátt í.

Þekkingarviðmið

  • atvinnutækifærum og fyrirtækjum í nærsamfélaginu
  • þeim atriðum sem taka ber tillit til við starfsval
  • tilgangi starfa og mikilvægi þeirra í tengslum við önnur störf
  • eigin styrkleikum og mikilvægi góðra samskipta
  • reglum, öryggi og hollustuháttum á almennum vinnustöðum
  • fjölbreyttum starfsheitum
  • fjölbreyttum vinnustöðum
  • mikilvægi þess að fara út á vinnumarkaðinn að skóla loknum

Leikniviðmið

  • flokka atvinnufyrirtæki eftir eðli þeirra
  • meta eigin kunnáttu og reynslu með tilliti til starfsvals
  • bera ábyrgð á sjálfum sér og eigin gjörðum, t.d. að mæta á réttum tíma til vinnu
  • taka þátt í samræðum, bera virðingu fyrir skoðunum annarra og sýna umburðarlyndi
  • meta hættur í vinnuumhverfi
  • tengja viðgeigandi starfsheiti við vinnustaði
  • taka þátt í umræðum um ákveðin starfsheiti og sækja sér upplýsingar um ný og framandi starfsheiti
  • vinna úr vettvangsheimsóknum með ýmsu móti
  • búa til verkefnabók

Hæfnisviðmið

  • taka þátt í atvinnulífinu
  • velja sér starfsvettvang
  • vera ábyrgur starfsmaður og hæfur til samvinnu
  • nýta sér hlífðarbúnað og hjálpartæki á vinnustað og forðast hættur
  • þekkja mismunandi starfsheiti og átta sig á hlutverkum sem í þeim felst
  • átta sig á mismunandi kröfum og/eða menntun sem liggja að baki ýmissa starfsheita
  • taka þátt í atvinnulífinu og gera sér grein fyrir samhengi milli atvinnugreina
  • þekkja viðeigandi hegðun í vettvangsheimsóknum og í starfsnámi
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?