Æfing fyrir brautskráningarathöfn í Hofi
Föstudaginn 26. maí fer fram brautskráning tæplega 200 nemenda frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Fjölbreyttur útskriftarhópur að vanda og með þeim fjölmennari frá VMA.
Til að allt verði nú eins og það á að vera á athöfninni sjálfri þá verður æfing fyrir athöfnina, fimmtudaginn 25. maí kl. 12-13. Mikilvægt að sem flesti nemendur mæti á æfinguna.
Nemendur geta tekið með sér þrjá gesti í Hamraborg (sem er stóri salurinn í Hofi) en jafnframt verður athöfninni streymt á netinu og í annan sal í Hofi sem heitir Hamrar. Þar geta gestir jafnframt setið og horft á athöfnina. Nemendur fá miða fyrir gestina á æfingunni en þeir sem vilja fá aukamiða í Hamra óska eftir því á æfingunni eða með því að senda tölvupóst á netfangið vma@vma.is. Ekki er um númeruð sæti og miða að ræða.
Þeir nemendur sem komast ekki á æfinguna geta nálgast miða fyrir gesti sína við innganginn í Hofi á útskriftardaginn frá kl. 16.30 eða með því að koma á skrifstofu VMA milli kl. 13 og 15 á fimmtudaginn eða á föstudaginn milli kl. 8.15 og 13.
Athöfnin með myndatöku tekur tæpar 2 klst.
Sigríður Huld, skólameistari VMA.