Fara í efni

ATH! Breytt kennsluskipulag og tímatafla

Vegna Covid-19 þarf að gera eftirfarandi breytingar á stundatöflum nemenda. Markmið breytinganna er að uppfylla kröfur um tímalengd, fjarlægðir, þrif og sóttvarnir í rýmum skólans en um leið að reyna að halda starfsemi skólans kennslu og öðru starfi sem eðlilegustu ásamt því að gefa tíma til að sinna persónulegum þörfum einstaklinga.

English version 

Af tæknilegum ástæðum er ekki hægt að setja rétta tímatöflu inn á allar stundatöflur og því var settur inn laugardagur á stundatöflur nemenda þar sem upphaf og lok kennslustunda má sjá.

Mikilvæg atriði:

-Lengd kennslustundar er 70 mínútur,

-Lengd frímínútna er 10 mínútur,

-Lengd matarhlés er 55 mínútur.

-Athugið að þetta skipulag á ekki við um nemendur á Starfsbraut-3, þar er óbreytt stundatafla.

-Í kennslustundum þar sem kennslustofa kemur ekki fram er um að ræða fjar- eða dreifnám nema annað komi fram í tölvupósti frá kennurum einstakra greina.

Þetta eru breytingarnar á tímatöflunni (Nýja tímataflan) og eru nemendur beðnir um að kynna sér sérstaklega þessar breytingar:

Nemendur koma í skólann til að fara í kennslustundir og þurfa að yfirgefa skólahúsnæðið ef þeir eru ekki í kennslustundum. Undantekningar er fyrir þá nemendur sem hafa ekki tök á því að fara heim vegna fjarlægðar frá heimili og farið sé eftir þeim sóttvarnareglum sem gilda. Upplýsingar um umgengni um skólahúsnæðið og sóttvarnir er á heimasíðu skólans og nemendur beðnir um að kynna sér þær reglur.


Athugið að mötuneytið í VMA er opið og þar geta allt að 95 manns borðað í einu. Tímapar sem áður hófst kl. 8:15 til 9:40 verður 8:15 til 9:25. Tímapar sem áður hófst kl. 9:55 og stóð til 11:20 hefst kl. 9:35 til 10:45 og svo framvegis samkvæmt nýrri tímatöflu sem birtist undir laugardegi í stundatöflum nemenda á Innu.

Til að koma í veg fyrri allan misskilning þá er ekki kennsla á laugardögum. Nemendur eru beðnir um að fara vel yfir þetta skipulag og vera vissir um að skilja hvernig ný stundatafla virkar. Þrátt fyrir allar breytingar þá eru þær umtalsvert betri kostur en að hafa skólann lokaðan eins og í vor. 

Ekki er gert ráð fyrir því að stundataflan verði svona alla önnina og breytingar á stundaskrá munu ganga til baka ef sóttvarnareglur breytast.

Skólameistari og stjórnendur VMA