Jólapeysuauglýsingin 2023
Næstkomandi fimmtudag, 7. desember, verður efnt til jólapeysudags í VMA. Þetta er orðinn fastur viðburður í síðustu kennsluviku annarinnar og eru þá allar heimsins jólapeysur, í allskyns útfærslum, dregnar á flot. Og þeir sem ekki eiga jólapeysur mæta þá bara í einhverju öðru jólalegu.
Í síðasta mánuði var efnt til samkeppni í áfanga í upplýsingatækni á starfsbraut um útfærslu á bestu jólapeysuauglýsingu ársins. Síðan voru greidd atkvæði um tillögurnar. Úrslit urðu þau að tillaga Ágústs Hrafns Árnasonar og Óðins Fannars Kvaran var valin sú besta og þar með jólapeysuauglýsing ársins. Í öðru sæti varð tillaga Kolbrúnar Önnu Halldórsdóttur.
Hér má sjá sigurtillögu Ágústs og Óðins og tillögu Kolbrúnar sem lenti í öðru sæti (slaufumaðurinn).
Hér eru myndir af öllum tillögunum.