Bingó er málið!
07.04.2022
Mikið var um dýrðir á páskabingói sem Fjárinn - félag nemenda á viðskipta- og hagfræðibraut og Mímir - félag nemenda á félags- og hugvísindabraut skólans stóðu sameiginlega að í gærkvöld. Bingóstjórnunin var í höndum kennaranna Írisar Ragnarsdóttur og Valgerðar Daggar Jónsdóttur. Athygli vakti að þegar þær lásu upp B-tölur voru þær ekki Bjarni eitthvað .... heldur Bensi. Að sjálfsögðu til heiðurs aðstoðarskólameistara! Sjá hér: Bensi en ekki Bjarni.
Stemningin var eins og hún gerist best og vinningarnir glæsilegir. Þeir komu ýmist frá fyrirtækjum á Akureyri eða kennarar brautanna gáfu þá.
Að sjálfsögðu var boðið upp á hollar og góðar veitingar (að minnsta kosti miðað við árstíma og hnattstöðu), svo sem gos, snakk og nammi!
Í hléi kynntu nemendur í frumkvöðlafræði vörur sínar, sjá frétt á vef skólans í dag.