Brautskráning í Hofi 21. desember kl. 10
Á morgun, laugardaginn 21. desember kl. 10:00, verður brautskráning frá VMA í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Að þessu sinni eru 116 brautskráningarnemar og fá sjö þeirra afhent tvö skírteini. Heildarfjöldi skírteina er því 123.
Skipting brautskráningarnema á brautir er sem hér segir:
Félagsliðar 2
Fjölgreinabraut 11
Íþrótta- og lýðheilsubraut 1
Listnáms- og hönnunarbraut – fata- og textíllína 4
Listnáms- og hönnunarbraut – myndlistarlína 4
Náttúruvísindabraut 1
Viðskipta- og hagfræðibraut 2
Sjúkraliðabraut 5 (þar af 4 með viðbótarnám til stúdentsprófs)
Meistaranám 26
Hársnyrtiiðn 9 (þar af 1 með viðbótarnám til stúdentsprófs)
Húsasmíði 11
Pípulagnir 16
Rafvirkjun fyrir vélfræðinga 2
Rafvirkjun 17
Vélstjórn 1
Vélvirkjun 1
Viðbótarnám til stúdentsprófs 3
Á þessari útskrift eru í fyrsta skipti brautskráðir nemendur úr kvöldskóla í rafvirkjun og einnig eru fyrstu tveir félagsliðarnir brautskráðir frá skólanum. Þetta nám hefur verið sett upp í samstarfi við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og er sú viðbót sem VMA kennir verðandi félagsliðum í fjarnámi á 3. þrepi til starfsréttinda. Þá er ástæða til að vekja athygli á stórum brautskráningarhópi í pípulögnum, sem eftir því sem næst verður komist er sá stærsti í þessari iðngrein sem lýkur námi frá VMA.