EKKI HUGMYND - í Listasafninu á Akureyri
Næstkomandi laugardag, 23. nóvember, kl. 15 verður opnuð útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA í Listasafninu á Akureyri. Sýningin ber yfirskriftina EKKI HUGMYND.
Það er fastur liður að nemendur á listnáms- og hönnunarbraut efni til sýningar á lokaverkefnum sínum í lok annar og er þetta fimmta árið í röð sem útskriftarsýningin er haldin í samstarfi við Listasafnið á Akureyri.
Nemendurnir sem eiga verk á sýningunni eru: Anghel Momiji Rico Capin, Berglind Eva Rúnarsdóttir, Elín Helga Þórarinsdóttir, Eva María Sigurðardóttir, Jóhannes Fossdal, Lena Þorvaldsdóttir, Lilja Dögg Óladóttir, Magnús Mar Loog og Telma Eir Aradóttir. Allir þessir níu nemendur eru á myndlistarlínu listnáms- og hönnunarbrautar.
Verkin á sýningunn hafa verið unnin á þessari önn og eru afar fjölbreytt. Að baki þeim liggur hugmynda- og rannsóknarvinna, síðan var úrvinnslan og loks uppsetning sýningarinnar í Listasafninu í þessari viku. Punkturinn yfir i-ið er formleg opnun nk. laugardag. Þangað eru allar velkomnir.
Sum verk á sýningunni eru stærri en önnur. Það þurfti stóra vinnuvél til þess að koma með verk Telmu Eirar Aradóttur á Listasafnið í gær. Arna G. Valsdóttir tók þessar myndir.
Sýningin stendur til 1. desember og verður opin alla daga kl. 12-17.