Umsóknarfrestur um fjarnám til 31. ágúst nk.
Það stefnir í góða aðsókn í fjarnám í VMA á þessari önn. Fyrir helgi voru á þriðja hundrað nemendur skráðir í fjarnám við skólann og enn eru nokkrir dagar til stefnu til að skrá sig til náms. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst nk. og kennsla hefst síðan í fyrstu viku september.
Greiðsluseðlar verða sendir út eftir að umsóknarfresti lýkur.
Baldvin Ringsted, sviðsstjóri fjarnáms, segir að sem fyrr sé um að ræða áfanga af ýmsum toga í fjarnámi og einnig sé boðið upp á meistaraskóla VMA að fullu í fjarnámi og hafi allir áfangar í honum verið staðfestir samkvæmt nýrri námsskrá. Eftir að opnað var fyrir umsóknir um fjarnám núna á haustönn fylltist í meistaraskólaáfangana á einum degi, að sögn Baldvins.
Hér má sjá yfirlit yfir þá áfanga sem eru í boði í fjarnámi VMA á haustönn 2020.