Fjórir luku sveinsprófi í húsasmíði
Fjórir luku sveinsprófi í húsasmíði á Akureyri um liðna helgi. Prófið fór fram í húsnæði byggingadeildar VMA. Nýsveinarnir fengu í dag afhentar einkunnir sínar en sveinsbréfin fá þeir síðan afhent í haust.
Þessir fjórir sveinar í húsasmíði eru Jósavin H. Arason, Rúnar Aðalbjörn Pétursson, Sigmundur Eiríksson og Birkir Örn Jónsson. Prófdómari og fulltrúi Sveinsprófsnefndar húsasmiða var Heimir Árnason byggingameistari.
Sveinsprófið var tvískipt, annars vegar tveggja tíma skriflegt próf og hins vegar tuttugu tíma verklegt próf þar sem verkefnið var að smíða tröppustiga eftir kúnstarinnar reglum.
Það var víðar en á Akureyri sem verðandi húsasmiðir gengust undir sveinspróf í húsasmíði. Einnig var að þessu sinni prófað á Akranesi og í Reykjavík og í það heila voru 49 skráðir í prófið.
Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri nýsveinarnir Sigmundur, Jósavin, Birkir Örn og Rúnar og lengst til hægri er Heiðar Árnason prófdómari. Á hefilbekknum er sveinsstykki Sigmundar.