Fönguðu sólarljósið í gegnum nálargatsmyndavélar
26.05.2014
Á liðnum vetri tóku nemendur í áfanganum „Listir og menning 113“ þátt í samstarfsverkefni með Listhúsinu í Fjallabyggð og tveimur listamönnum frá Hong Kong, sem komu hingað til lands, sem bar heitið „Solar Parcel“. Í verkefninu var m.a. unnið með sólarljósið á ýmsan hátt og það fangað í gegnum svokallaðar nálargatsmyndavélar.
Á liðnum vetri tóku nemendur í áfanganum „Listir og menning 113“ þátt í samstarfsverkefni með Listhúsinu í Fjallabyggð og tveimur listamönnum frá Hong Kong, sem komu hingað til lands, sem bar heitið „Solar Parcel“. Í verkefninu var m.a. unnið með sólarljósið á ýmsan hátt og það fangað í gegnum svokallaðar nálargatsmyndavélar.
Þetta samstarfsverkefni tókst með miklum ágætum og það var lærdómsríkt fyrir alla sem í því tóku. Margar skemmtilegar myndir voru teknar með þessari aðferð og hér má sjá myndir sem nemendurnir frá Hong Kong tóku með „nálargatsmyndatækninni“.