Fara í efni

Frá Bókasafninu

Ágætu nemendur.
 
Þó svo að kennsla sé nú með óhefðbundnum hætti þá reynum við á bókasafninu að halda uppi góðri þjónustu eins og aðstæður leyfa. 
Nemendur mega koma á safnið og læra og nýta safnkostinn í heimildaleit og verkefnavinnu. Hámarksfjöldi á safninu er þó 30 manns og við áskiljum okkur rétt til að raða fólki í sæti ef þörf þykir.
 
Hér eru bókavagnar með heimildum sem tengjast verkefna- og ritgerðavinnu nemenda. Einnig aðstoðum við nemendur við heimildaleit eins og kostur er.
 
Þeir nemendur sem ekki vilja koma á safnið en vantar heimildir geta sent tölvupóst (bokasafn@vma.is) og við aðstoðum eftir þörfum. Sjálfsagt er að skanna inn efni úr bókum og tímaritum og senda í tölvupósti til nemenda. 
 
Ekki hika við að nýta ykkur þjónustu okkar.  
 
 
Bestu kveðjur
Hanna og Hildur
 
Endilega fylgið okkur á Instagram