Fara í efni

Fulltrúar VMA á stórþingi barna

Fulltrúar VMA. Á myndina vantar Sævar Emil og Eyjólf Ágúst
Fulltrúar VMA. Á myndina vantar Sævar Emil og Eyjólf Ágúst

Stórþing ungmenna, sem haldið var í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í gær fimmtudag, sóttu átta nemendur úr VMA. Þeir eru: Sævar Emil Ragnarsson, Haukur Arnar Ottesen Pétursson, Eyjólfur Ágúst Hjörleifsson, Pálína Hrönn Garðarsdóttir, Rebekka Ryan, Ari Margeir Reykjalín, Katrín Hugljúf Ómarsdóttir og Hrafnhildur Saga Guðmundsdóttir.

Stórþing ungmenna var nú haldið í fjórða skipti en tilgangurinn með því er að gefa börnum og ungmennum tækifæri til þess að koma hugmyndum sínum og sjónarmiðum um það sem á þeim brennur á framfæri. Um framkvæmd þingsins sá Ungmennaráð Akureyrar.

Þingið sóttu á annað hundrað börn og unglingar á aldrinum 12–18 ára og ræddu m.a. nærumhverfi, tómstundir og afþreying, samskipti og orðræða, andleg líðan og sumartíminn. Umræður voru í senn skemmtilegar og gagnlegar og nýtast vel kjörnum fulltrúum og öðrum sem taka ákvarðanir um mál líðandi stundar og í framtíðinni.

Á þinginu flutti Hafsteinn Þórðarson, verkefnisstjóri barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF, erindi um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mikilvægi merkingarbærrar þátttöku barna.